spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTill og Thompson berjast á morgun - Till þarf að vigta sig...

Till og Thompson berjast á morgun – Till þarf að vigta sig inn aftur á morgun

Bardagi Darren Till og Stephen Thompson verður ekki felldur niður eins og óttast var. Bardaginn er staðfestur þrátt fyrir að Darren Till hafi verið of þungur í vigtuninni í morgun.

Blaðamaðurinn John Morgan greinir frá þessu en hann þykir mjög áreiðanlegur. Darren Till var 174,5 pund (79,3 kg) í vigtuninni í morgun en Thompson var 171 pund (77,7 kg). Till má ekki vera meira an 188 pund (85,5 kg) á morgun kl. 13 og gefur Thompson 30% launa sinna.

Till er ekki fyrsti bardagamaðurinn sem nær ekki vigt í UFC á þessu ári. Sex bardagar hafa farið fram í UFC á þessu ári þar sem annar bardagamaðurinn hefur ekki náð vigt en í öll sex skiptin hefur sá sem ekki náði vigt unnið. Það verður því athyglisvert að sjá hvað gerist á morgun en bardaginn er aðalbardagi kvöldsins í heimabæ Till, Liverpool.

Till hefur ítrekað montað sig af því hve stór hann er í þyngdarflokknum en þetta er í annað sinn sem hann nær ekki vigt í UFC. Fyrir nánast akkurat ári síðan var Till 176 pund fyrir bardaga sinn gegn Jessin Ayari og er spurning hvort dagar hans í veltivigt séu taldir. Þess má geta að Till sagðist hafa verið 90 kg í bardaganum gegn Donald Cerrone í fyrra.

Ray Thompson, faðir og þjálfari Stephen Thompson, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir skömmu þar sem þeir lýstu yfir vilja til að berjast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular