spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTJ Dillashaw mætir Dominick Cruz í janúar

TJ Dillashaw mætir Dominick Cruz í janúar

dominick cruzEinn mest spennandi bardaginn sem bantamvigtin hefur upp á að bjóða fer fram þann 17. janúar. Þá munu þeir TJ Dillashaw og Dominick Cruz loksins mætast en bardaginn fer fram á bardagakvöldi í Boston.

Dominick Cruz var fyrsti bantamvigtarmeistari UFC en var sviptur titlinum vegna stöðugra meiðsla. Þegar Cruz var meistarinn þurfti hann að fara í tvær krossbandsaðgerðir á vinstra hné. Þegar hann átti að fyrst að koma til baka meiddist hann í nára og var þá loksins sviptur titlinum. Hann tapaði því aldrei titlinum sínum og má segja að þetta sé nokkurs konar ofurbardagi tveggja meistara.

Cruz snéri aftur í september 2014 með glæsilegum sigri á Takeya Mizugaki en það var fyrsti bardaginn hans í þrjú ár. Í kjölfarið á sigrinum var búist við að þeir Cruz og Dillashaw myndu mætast en aftur meiddist Cruz. Aftur sleit Cruz krossband en í þetta sinn var það í hægra hnénu. Hann er nú tilbúinn til að hefja æfingar að fullu.

cruz
Það tók Cruz aðeins 61 sekúndu að klára Mzugaki.

Á sama tíma hefur Dillashaw sigrað Renan Barao tvisvar og Joe Soto í millitíðinni. Það ríkir því mikil tilhlökkun fyrir bardaga þeirra. Það er enginn sérstakur vinskapur milli þeirra og hefur Cruz reglulega gagnrýnt Team Alpha Male liðið (sem Cruz kallar Alpha Fale). Cruz hefur bæði gagnrýnt Dillashaw og stofnanda Team Alpha Male, Urijah Faber.

Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 81 í Boston og verður því titilbardaginn ókeypis fyrir áhorfendur í Bandaríkjunum.

cruz-dillashaw

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular