spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentThe Ultimate Fighter: Team McGregor vs. Team Faber byrjar í kvöld

The Ultimate Fighter: Team McGregor vs. Team Faber byrjar í kvöld

tufÍ kvöld verður fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni af The Ultimate Fighter frumsýndur. Þjálfararnir eru Conor McGregor og Urijah Faber og í þetta sinn keppir lið frá Evrópu gegn liði frá Bandaríkjunum.

Í fyrsta þættinum berjast 32 keppendur um pláss í liðunum tveimur en aðeins átta verða í hvoru liði svo 16 komast að. Lið Evrópu og Bandaríkjanna mætast svo í útsláttarkeppni þar til aðeins tveir verða eftir. Úrslitabardagarnir fara svo fram 11. desember í Las Vegas.

Reynsluboltar og efni

Einn áhugaverðasti þátttakandinn í þessari þáttaröð er Ryan Hall. Hann hefur unnið fjóra bardaga og tapað einum en hann margfaldur heimsmeistari í BJJ. Hall hefur bæði keppt gegn allra bestu BJJ-iðkendum og MMA bardagamönnum heims. Hann á sigra gegn mönnum eins og Frankie Edgar, Diego Sanchez og Chris Holdsworth í BJJ. Það verður forvitnilegt að sjá hvort hann geti nýtt færni sína almennilega í búrinu.

Nokkrir aðrir reynsluboltar freista þess að komast í lið Bandaríkjanna. Tom Gallichio er með 19 sigra og 8 töp og æfir hjá Team Quest undir Dan Henderson. Andreas Quintana hefur keppt í hnefaleikum síðan hann var 12 ára og Tim Welch hefur unnið 12 en tapað fimm bardögum. Welch er mjög höggþungur og æfir hjá MMA Lab í Arizona með Benson Henderson.

Annar meðlimur MMA Lab, Chris Gruetzemacher, er einn efnilegasti keppandinn í þessari þáttaröð en hann hefur unnið 12 og bara tapað einum og á sigra gegn fyrrum UFC bardagamönnum.

SBG með fleiri en einn fulltrúa

Frá Evrópu koma líka nokkrir áhugaverðir bardagamenn en sá sem sker sig líklega mest úr er Artem Lobov. Það er ekki af því hann hefur svo glæsilegt bardagaskor þar sem hann hefur unnið 11 bardaga en tapað 10. Það sem vekur helst athygli á honum er sú staðreynd að hann er frá SBG á Írlandi og er æfingafélagi Conor McGregor. Lobov átti stóran þátt í undirbúningi McGregor fyrir UFC 189 og mun líklega hjálpa honum aftur fyrir bardagann gegn Aldo á UFC 194. McGregor hefur lengi lofað Lobov og verður gaman að fylgjast með honum í seríunni.

Auk Lobov og McGregor verður annar fulltrúi SBG á svæðinu því Gunnar Nelson var einn af aðstoðarþjálfurum McGregor.

Það eru nokkrir aðrir markverðir keppendur frá Evrópu. David Teymur er mjög reyndur Muay Thai keppandi og keppti í K-1 um tíma og Mehdi Baghdad hefur æft hjá Black House í nokkur ár með Anderson Silva og Lyoto Machida. Saul Rogers er með 10 sigra og eitt tap og hefur sigrað Lobov og John Maguire sem keppti áður í UFC.

Ekki bara fjör í búrinu

Eins og alltaf má búast við miklum látum og dramatík milli bardagamanna og þjálfara. Það er auðvitað bókað mál að McGregor lokar aldrei munninum þegar hann er fyrir framan myndavélarnar og Faber er sjálfur ófeiminn. Það má því búast við miklu fjöri hjá þeim.

Skítkastið er þegar byrjað því bæði Urijah Faber og liðsfélagi hans, bantamvigtarmeistarinn TJ Dillashaw, hafa talað um að McGregor hafi lítið sem ekkert látið sjá sig á æfingum hjá sínu liði og brugðist sínum mönnum sem þjálfari. Það kemur í ljós hvort þeir séu að segja satt þegar líður á þáttaröðina.

https://www.youtube.com/watch?v=I2FyJPK5Kpk

spot_img
spot_img
spot_img
Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular