spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTölfræðimolar fyrir árið 2013 (fyrri hluti)

Tölfræðimolar fyrir árið 2013 (fyrri hluti)

Árið 2013 var ansi viðburðaríkt hjá UFC. Las Vegas bardagasamtökin hafa aldrei haldið jafn mörg bardagakvöld, keppt var í kvennaflokki í fyrsta skipti í sögu UFC og auðvitað voru margir frábærir bardagar á árinu en MMA Fréttir tók saman fimm bestu bardagana á árinu og hægt er að nálgast þá grein hér.

Ef við kíkjum á tölfræðina fyrir árið þá er ansi margt áhugavert sem kemur þar.

  • UFC hélt 33 bardagakvöld í sjö mismunandi löndum. Á þessum viðburðum voru 386 bardagar sem tóku samanlagt 66 klukkutíma og 54 mínútur.
  • Lengsta bardagakvöldið var UFC on FUEL TV 7: Barao vs. Macdonald en bardagarnir þar tóku 3 klukkutíma og 8 mínútur. Gunnar Nelson barðist einmitt á því bardagakvöldi og enduðu allir bardagarnir nema tveir í dómaraákvörðun. Styðsta bardagakvöldið tók klukkutíma og fjórar mínútur ef miðað er einungis við bardagana sjálfa.
  • Flestir áhorfendur á einum viðburði var á UFC 158: St. Pierre vs. Shields en þar voru 20.145 áhorfendur.
  • 407 þúsund manns fóru og sáu UFC viðburði. Aðdáendur borguðu tæpar 53 milljónir dollara fyrir að sjá UFC bardaga á árinu.
  • Flest rothöggin, hengingarnar eða lásar áttu sér stað á UFC on FUEL TV 10: Werdum vs. Nogueira eða um tíu talsins. Af þeim tíu voru átta uppgjafartök sem var það besta á árinu.
  • Flest rothögg á einu bardagakvöldi voru átta talsins á en þau áttu sér stað á UFC á FOX 7: Henderson vs. Melendez.
  • Að margra mati fengu Brasilíumenn oft auðveldari bardaga í Brasilíu en annars staðar. Þegar litið er til tölfræðinnar segir að Brasilíumenn hafi sigrað 63 bardaga í Brasilíu en tapað 45. Þetta á þó ekki við þega Brasilíumaður mætti Brasilíumanni. Í Kanada sigruðu heimamenn 47 bardaga en töpuðu 40 og Englendingar sigruðu 38 en töpuðu 28.
  • Brasilíumenn voru 63-45 á sinni heimajörð gegn útlendingum, Kanada menn voru 47-40 og Englendingar 38-28.

Ef við lítum á þyngdarflokkana fyrir sig kemur margt áhugavert í ljós.

  Bardagar Rothögg Uppgjafartök Dómaraúrskurðir “Finishing rate”
Þungavigt 28 19 3 7 82%
Léttþungavigt 33 12 5 16 51,50%
Millivigt 56 17 14 25 55,30%
Veltivigt 70 22 9 38 45.7%
Léttvigt 75 19 18 35 53.3%
Fjaðurvigt 49 14 5 29 38,80%
Bantamvigt 37 8 12 12 54%
Bantamvigt kvenna 16 6 2  8 50%
Fluguvigt 22 11 2 9 59%

Öllum að óvörum er fluguvigtin með næst hæsta hlutfall bardaga sem enda með rothöggi eða uppgjafartaki.

Þungavigt

Flestir sigrar: Gabriel Gonzaga og Travis Browne með þrjá.
Flest töp: Pat Barry, Frank Mir, Roy Nelson og Alistair Overeem með tvö töp.

Fljótasta rothöggið: Gonzaga á Dave Herman eftir 0:17 sekúndum á UFC 162
Flest högg: Cain Velasquez náði 274 höggum á Junior dos Santos á UFC 166.
Fæst högg: Phil De Fries náði engu höggi á Matt Mitrione á UFC á FUEL TV 9.
Fljótasta uppgjafartakið: Brendan Schaub á Mitrione eftir 4:06 í fyrstu lotu á UFC 165

Léttþungavigt

Flestir sigrar: Glover Teixeira með þrjá.
Flest töp: Dan Henderson með þrjú.
Flest högg: Fabio Maldonado náði 156 höggum á Roger Hollett á UFC on FX 8.

Fljótasta rothöggið: Anthony Perosh á Vinny Magalhaes eftir 14 sekúndur á UFC 163.
Fljótasta uppgjafartakið: Ryan Bader sigraði Vladimir Matyuschenko eftir 50 sekúndur í fyrstu lotu á UFC on Fox 6.

Millivigt

Flestir sigrar: Rafael Natal með þrjá.
Flest töp: Átta bardagamenn töpuðu tveimur bardögum á árinu.

Fljótasta rothöggið: Yoel Romero á Clifford Starks þegar 1:32 voru liðnar af fyrstu lotu á UFC on Fox 7.
Flest högg: Mark Munoz náði 132 höggum gegn Tim Boetsch á UFC 162.
Fljótasta uppgjafartakið: Cezar Ferreira sigraði Thiago Santos eftir 0:47 í fyrstu lotu á UFC 163.

Veltivigt

Flestir sigrar: Robbie Lawler og Ryan LaFlare með þrjá.
Flest töp: Bobby Voelker með þrjú.

Fljótasta rothöggið: Matt Brown gegn Mike Pyle þegar 29 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC Fight Night 26.
Flest högg: Georges Saint-Pierre lenti 210 höggum á Nick Diaz á UFC 158.
Fljótasta uppgjafartakið: Rousimar Palhares gegn Mike Pierce þegar 31 sekúnda var liðin af fyrstu lotu á UFC Fight Night 29

Léttvigt

Flestir sigrar: Edson Barboza, Khabib Nurmagomedov og Bobby Green með þrjá.
Flest töp: Yves Edwards með þrjú.

Fljótasta rothöggið: Khabib Nurmagomedov gegn Thiago Tavares í fyrstu lotu eftir 1:55 á UFC on FX 7.
Flest högg: Pat Healy náði 135 höggum gegn Jim Miller á UFC 159.
Fljótasta uppgjafartakið: James Vick gegn Ramsey Nijem eftir 58 sekúndur í fyrstu lotu á UFC Fight Night 26.

Fjaðurvigt

Flestir sigrar: Dennis Bermudez og Chad Mendes með þrjá.
Flest töp: Sex bardagamenn töpuðu tvisvar á árinu.

Fljótasta rothöggið: Jeremey Stephens gegn Rony Jason þegar 40 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC Fight Night 32.
Flest högg: Nik Lentz náði 205 höggum gegn Diego Nunes á UFC á FX 7.
Fljótasta uppgjafartakið: Rony Jason gegn Mike Wilkison þegar 1 mínúta og 24 sekúndur voru liðnar af fyrstu lotu á UFC on FUEL TV 10.

Bantamvigt

Flestir sigrar: Urijah Faber með fjóra sigra.
Flest töp: Edwin Figueroa með þrjú töp.

Fljótasta rothöggið: Yuri Alcantara gegn Iliarde Ssantos eftir 2 mínútur og 31 sekúndu á UFC on FX 8.
Flest högg: Vaughan Lee náði 164 höggum á Motonobu Tezuka á UFC on FUEL TV 7.
Fljótasta uppgjafartakið: Lucas Martins gegn Ramiro Hernandez eftir 1 mínútu og 10 sekúndur í fyrstu lotu á UFC Fight Night 28.

Bantamvigt kvenna

Flestir sigrar: Ronda Rousey, Amadnda Nunes og Alexis Davis með tvo.
Flest töp: Fimm bardagamenn töpuðu tvisvar á árinu.

Fljótasta rothöggið: Amanda Nunes gegn Sheila Gaff eftir 2 mínútur og 8 sekúndur í lotu 1 á UFC 163.
Flest högg: Jessica Andrade náði 215 höggum á Rosi Sexton á UFC Fight Night 30.
Fljótasta uppgjafartakið: Rousey gegn Liz Carmouche eftir 4 mínútur og 49 sekúndur í fyrstu lotu á UFC 157.

Fluguvigt

Flestir sigrar: Demetrious Johnson, John Lineker og Joseph Benavidez með þrjá.
Flest töp: Iliarde Santos, Jose Maria og Darren Uyenoyama með tvö.

Fljótasta rothöggið: Demetrious Johnson gegn Joseph Bendavidez eftir 2 mínútur og átta sekúndur í fyrstu lotu á UFC on FOX 9.
Flest högg: Tim Elliot náði 270 höggum gegn Louis Gaudinot á UFC 164.
Fljótasta uppgjafartaka: Josh Sampo gegn Ryan Benoit eftir 4 mínútur og 31 sekúndur í annarri lotu á The Ultimate Fighter 18 Finale.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular