spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTölfræðimolar fyrir 2013 (seinni hluti)

Tölfræðimolar fyrir 2013 (seinni hluti)

Chris_Weidman_knock_out_Anderson_Silva_at_UFC_162.

Árið 2013 var ansi viðburðaríkt hjá UFC. Las Vegas bardagasamtökin hafa aldrei haldið jafn mörg bardagakvöld, keppt var í kvennaflokki í fyrsta skipti í sögu UFC. Fyrri hluti tölfræðimolanna fyrir 2013 má sjá hér.

Í seinni hluta tölfræðimolanna ætlum við að fara yfir einstaklings framtök.

Lyoto Machida, Ildemar Alcantara and Vitor Belfort voru einu bardagamennirnir sem sigruðu í mismunandi þyngdarflokkum.

Vitor Belfort, Mark Hunt, Travis Browne and Demetrious Johnson fengu flesta bónusa á árinu eða þrjá.

Cain Velasquez setti met með níunda rothögginu sínu í þungavigt þegar hann rotaði Junior Dos Santos á UFC 166.

Gabriel Gonzaga stoppaði andstæðing sinn í ellefta skipti í þungavigt og jafnframt jafnaði met Frank Mir.

Travis Browne er fyrsti bardagamaðurinn í sögu UFC sem rotar tvo andstæðinga með standandi olnbogum.

Jon Jones varði beltið sitt í sjötta skiptið gegn Alexander Gustafsson sem er met í léttþungavigtinni en fyrra metið átti Tito Ortiz.

Hinn 43 ára gamli Dan Henderson var elsti keppandinn innan raða UFC á árinu.

Anthony Perosh var elsti bardagamaðurinn til þess að sigra bardaga en hann er 41 árs.

Chael Sonnen varð aðeins þriðji bardagamaðurinn til þess að tapa þrem titilbardögum í sögu UFC en hinir eru Kenny Florian og Pedro Rizzo.

Vitor Belfort varð fyrsti bardagamaðurinn í UFC til þess að sigra með þrem háspörkum í röð. 

Georges St-Pierre hefur sigrað 19 sinnum í átthyrningum en metið setti hann gegn Johny Hendricks á UFC 167. Hann hefur einnig verið lengst inn í átthyrningum en St-Pierre hefur verið 5 klukkutíma, 28 mínútur og 12 sekúndur inn í átthyrningum.

St-Pierre var sá fyrsti til þess að gefa upp belti sitt síðan Frank Shamrock gerði það árið 1999.

Kelvin Gastelum varð yngsti bardagamaðurinn til þess að vinna “The Ultimate Fighter” en hann er 21 árs.

Carlos Condit rotaði Martin Kampmann þegar 54 sekúndur voru búnar af fjórðu lotu en aldrei hefur verið rothögg svo seint í bardaga.

Rousimar Palhares varð fyrstur til þess að klára fimm bardaga í UFC með fótalás.

Gilbert Melendez er fjórði bardagamaðurinn til þess að fá titilbardaga í fyrsta bardaga sínum í UFC. Enginn af þeim hefur sigrað.

Bardagi Sam Stout gegn Cody McKenzie fór í dómaraákvörðun en þetta var í 14. skipti sem bardagi Sam Stout fer í dómaraákvörðun í UFC.

Edson Barboza varð fyrsti bardagamaðurinn í UFC til þess að sigra tvo bardaga með lágspörkum í fætur (e. lowkick).

Ryan Couture og Randy Couture eru fyrstu feðgar sem hafa keppt báðir í UFC.

Gleison Tibau hefur unnið flesta sigra í léttvigt í UFC. Þrettándi sigur hans kom gegn Jamie Varner á UFC 164.

Nik Lentz er eini bardagamaðurinn til þess að sigra tvo brasilíumenn í þeirra heimalandi.

Leonard Garcia tapaði í fimmta skipti í röð innan raða UFC. Hann er annar bardagamaðurinn til þess að gera það, hinn er Steve Cantwell.

Renan Barao er eini “interim” meistarinn sem hefur varið belti sitt tvisvar.

Urijah Faber er eini bardagamaðurinn til þess að sigra fjóra bardaga á einu ári.

Hinn 20 ára gamli Sergio Pettis er yngsti bardagamaður allra tíma innan UFC.

George Roop sigraði í bantamvigt á UFC 158 en hann er þriðji bardagamaðurinn til þess að sigra í þrem mismunandi þyngdarflokkum. Diego Sanchez og Kenny Florian hafa einnig unnið til þessa heiðurs.

Ronda Rousey varð fyrsti bardagamaðurinn í kvennaflokki til þess að sigra tvo bardaga undir merkjum UFC.

Julianna Pena varð fyrsti sigurvegari “The Ultimate Fighter” í kvennaflokki.

Demetrious Johnson varði titil sinn þrisvar en engin meistari verði titil sinn svo oft.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular