spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTony Ferguson: Khabib flúði

Tony Ferguson: Khabib flúði

Tony Ferguson var svekktur þegar hann komst að því að Khabib Nurmagomedov gæti ekki barist á UFC 249. Ferguson segir að Khabib sé á flótta.

Þeir Tony Ferguson og Khabib Nurmagomedov áttu að mætast á UFC 249 þann 18. apríl um léttvigtartitilinn. Khabib er hins vegar fastur í Rússlandi og greindi frá því í gær að hann muni ekki fara frá Rússlandi. Khabib var í Bandaríkjunum í æfingabúðum en flaug til Rússlands þegar UFC tilkynnti honum að bardaginn færi ekki fram í Bandaríkjunum.

„Ég er auðvitað mjög leiður. Það eru aðrir sem eru að ganga í gegnum erfiðari tímar en auðvitað er ég smá pirraður. Hann [Khabib] hafði tækifæri á að vera hérna. Hann var í Abu Dhabi og hefði getað komið sér hingað [til Bandaríkjanna] áður en landamærunum í Rússlandi var lokað. Hann ákvað að fara til Dagestan og kláraði ekki æfingabúðirnar sínar. Hann vill ekki berjast. Hann er hræddur, hann er á flótta. Það ætti að svipta hann titlinum,“ sagði Ferguson við ESPN í gær.

„Bardaginn er gegn Khabib. Hann er andstæðingurinn. Allir vilja þennan bardaga. Ég skil hvað hann var að gera, fjölskyldan hans er hjá honum í Dagestan. Tækifærið var þarna og hann gerði það sama fyrir UFC 209,“ sagði Ferguson en Khabib þurfti að draga sig úr bardaga þeirra á UFC 209 vegna vandamála með niðurskurðinn.

„Hann vissi að niðurskurðurinn var ekki að ganga vel. Hann hefur þegar sagt það. Að mínu mati er hann að flýja. Hann flúði. Hann vissi að hann hefði getað bjargað þessu bardagakvöldi en hann vildi ekki taka neina áhættu. Það eru allir að taka áhættu en hann hætti við.“

Justin Gaethje hefur verið nefndur sem mögulegur andstæðingur í stað Khabib. Ferguson vill ennþá berjast en það verði að vera undir réttum kringumstæðum. Enn er ekki vitað hvar UFC 249 á að fara fram þann 18. apríl.

„Hvernig á ég að undirbúa mig ef ég veit ekki hvar ég á að berjast? Ég þarf ekki sólarhring, gefið mér tvo tíma til að ræða við liðið mitt. Við höfum fengið 100 mismunandi staðsetningar fyrir bardagann. Okkur hefur bara verið sagt að bíða. Ég er þreyttur og mig langar að fara heim en ég get það ekki því við verðum að sjá hvort þessi bardagi verði eða ekki.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular