spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTRT bannað í Nevada

TRT bannað í Nevada

Vitor-Belfort1
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Þær stóru fréttir voru að berast að íþróttanefnd Nevada ríkis, þ.e. Nevada State Athletic Commission (NSAC), hefði í dag einróma samþykkt að setja algjört bann við testosterón meðferð, eða testosterone replacement therapy (TRT).

Meðferðin hefur verið mjög umdeild og mikið rædd í heimi MMA. Meðferðin gengur út á að jafna og hækka testosterón magn hjá þeim sem mælast óeðlilega lágir. Ástæða fyrir lágu gildi getur einfaldlega verið aldur en það er hins vegar þekkt að steranotkun getur lækkað gildið. Meðferðin hefur af mörgum verið talin ósanngjörn gagnvart þeim sem ekki vilja taka þátt í þessu. NSAC hefur hvatt önnur ríki til að fylgja fordæmi sínu og UFC hefur opinberlega stutt ákvörðunina.

Nokkrar UFC stjörnur hafa fengið undanþágu og nota meðferðina, eins og t.d. Frank Mir, Dan Henderson, Chael Sonnen og Vitor Belfort sem er sá sem flestir benda á í þessu samhengi. Eftir að tilkynnt var að Belfort myndi berjast við Chris Weidman um titilinn í Las Vegas voru miklar vangaveltur í gangi um hvort hann fengi undanþáguna.

Fyrir stuttu hætti hinn vel þekkti formaður NSAC nefndarinnar Keith Keizer. Við embættinu tók Francisco Aguilar en hann telur að þeir sem eru í meðferðinni hafi ósanngjarnt forskot á aðra keppendur.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular