spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTveir boxarar keppa í Noregi í kvöld

Tveir boxarar keppa í Noregi í kvöld

Tveir íslenskir hnefaleikamenn keppa á flottu boxkvöldi í Noregi í kvöld. Þeir Elmar Gauti Halldórsson og Sindri Snorrason keppa gegn heimamönnum en báðir eru þeir að keppa áhugamannabardaga.

Boxkvöldið kallast The Homecoming og fer fram í Bergen í Noregi. Nokkrir atvinnubardagar eru á dagskrá en í aðalbardaga kvöldsins er barist um Evróputitla IBA og WBO.

Elmar Gauti er í fyrsta bardaga kvöldsins en hann mætir Dennis Hofstad. Sindri er síðan í 3. bardaga kvöldsins en hann mætir Kristoffer Fredriksen. Íslendingarnir koma báðir úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur.

Bardagakvöldið er sýnt á TV Sumo hér kl. 18 á íslenskum tíma en mögulega verður bardögunum streymt á Facebook síðu Mjölnis.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular