spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTveir heimsmeistarar með æfingabúðir í VBC

Tveir heimsmeistarar með æfingabúðir í VBC

Næstkomandi fimmtudag byrja þriggja daga æfingabúðir með fyrrverandi og núverandi heimsmeisturum í Muay Thai. Þau Riku Immonen og Sofia Olafson koma hingað til lands ásamt tveimur landsliðsþjálfurum úr sænska Muay Thai landsliðinu og verða með námskeið opið öllum frá 3. til 5. mars.

Riku Immonen hefur unnið til tveggja heimsmeistaratitla í bæði atvinnumannaflokki og í áhugamannaflokki. Þá hefur hann einnig safnað að sér öðrum áhugamannatitlum.

Immonen hefur eytt kröftum sínum í þjálfun á undanförnum árum. Á UFC bardagakvöldinu í London um síðustu helgi kepptu tveir bardagamenn sem hann hefur þjálfað. Finninn Makwan Amirkhani sigraði sinn þriðja bardaga í röð í UFC en Immonen þjálfaði hann áður en hann kom í UFC. Núna er Amirkhani undir fána SBG í Dublin en Riku hefur verið í horninu hans í öllum bardögum hans í UFC. Þá var Immonen einnig í horninu hjá Teemu Packalén er hann sigraði bardaga sinn á sama bardagakvöldi.

Sofia Olafson er ein af betri Muay Thai bardagaköppum í Evrópu. Hún hefur sigrað sænska meistaramótið í Muay Thai þrisvar og Evrópumótið tvisvar. Hún hefur einnig sigrað Royal World Cup í Bangkok en þar fékk hún verðlaun frá Tælandsdrottningu sem besti kvenkyns bardagamaðurinn.

Námskeiðið fer fram í húsakynnum VBC í Kópavogi. Verð fyrir æfingabúðirnar eru 12.000 kr en einnig er hægt að taka stakan dag fyrir 5.000 kr. Skráning fer fram á vbc@vbc.is.

vbc æfingabudir

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular