0

Embedded og Countdown þættirnir fyrir UFC 196

ufc 196 2UFC 196 er eftir aðeins fjóra daga þar sem þeir Conor McGregor og Nate Diaz mætast í aðalbardaga kvöldsins. Þá verður einnig barist um bantamvigtartitil kvenna þar sem Holly Holm mætir Mieshu Tate.

Þetta verður fyrsta titilvörn Holm síðan hún tók beltið af Rondu Rousey í nóvember. Tate hefur sigrað fjóra bardaga í röð síðan hún tapaði fyrir Rondu Rousey í desember 2013.

Eins og fyrir öll stóru bardagakvöldin sendir UFC frá sér mikið af efni af stjörnum laugardagsins. Hér má sjá fyrstu tvo þættina í Embedded seríunni og Countdown þættina fyrir tvo aðalbardaga kvöldsins.

UFC 196 Embedded: Vlog Series Episode 1

UFC 196 Embedded: Vlog Series Episode 2

Countdown to UFC 196: Holly Holm vs. Miesha Tate

Countdown to UFC 196: Conor McGregor vs. Nate Diaz

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.