spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaTvenn verðlaun á fyrstu tveimur dögunum á Evrópumótinu í BJJ

Tvenn verðlaun á fyrstu tveimur dögunum á Evrópumótinu í BJJ

ÓlöfEmbla
Ólöf Embla á verðlaunapallinum. Mynd fengin af heimasíðu BJÍ.

Evrópumeistaramótið í brasilísku jiu-jitsu fer fram í Lissabon um þessar mundir og eru 22 Íslendingar skráðir til leiks. Tveir dagar eru búnir af mótinu og eiga Íslendingar Evrópumeistara í brasilísku jiu-jitsu.

Í gær (21. janúar) kepptu þau Guðrún Björk Jónsdóttir, Ólöf Embla Kristinsdóttir og Pétur Óskar Þorkelsson, öll úr VBC, í hvítbeltingaflokkum. Pétur Óskar tapaði í fyrstu glímu eftir að hafa verið yfir á stigum en lenti í uppgjafartaki. Hin 17 ára Guðrún Björk stóð sig frábærlega og komst alla leið í úrslit í -79 kg flokki hvítbeltinga. Í úrslitum tapaði hún naumlega 1-0, eftir aukastig, fyrir reyndum MMA keppanda. Frábær árangur hjá henni.

Toppur gærdagsins var án efa Evrópumeistaratitill Ólafar Emblu. Ólöf sigraði allar fimm glímur sínar í -64 kg flokki hvítbeltinga og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Frábær frammistaða hjá henni.

Í dag (22. janúar) kepptu sjö Íslendingar í flokkum blábeltinga og fjólublábeltinga. Aron Elvar Jónsson úr Gracie Barra var fyrstur á vað og sigraði fyrstu tvær glímurnar sínar á stigum. Hann tapaði svo þriðju glímunni sinni, 2-0, og var úr leik. Hinn 17 ára Kristján Helgi Hafliðason úr Mjölni keppti í fullorðinsflokki og sigraði fyrstu glímu sína eftir hengingu. Kristján tapaði næstu glímu sinni gegn stórum andstæðingi á stigum eftir harða baráttu.

Ingibjörg Birna Ársælsdóttir úr Mjölni tapaði sinni fyrstu glímu á stigum eftir harða glímu. Jóhann Páll Jónsson, einnig úr Mjölnir, rúllaði upp fyrstu glímu sinni og var 6-0 yfir áður en hann læsti hengingunni. Jóhann var með yfirhöndina í næstu glímu en lenti í “armbar” og tapaði.

Brynja Finnsdóttir úr Fenri sigraði fyrstu glímu sína yfirburðum en hún var 10-0 yfir áður en hún náði “Bow and arrow” hengingunni. Því miður tapaði Brynja næstu glímu sinni á “armbar” og var úr leik. Brynja var að keppa sem blátt belti í fyrsta sinn en hún fékk bláa beltið í desember. Jóhann Ingi Bjarnason, einnig úr Fenri, keppti í flokki fjólublábeltinga en þurfti að lúta í lægra haldi í sinni fyrstu glímu eftir “armbar”.

Maður dagsins var Daði Steinn frá VBC. Daði keppti í -82 kg flokki fjólublábeltinga og sigraði þrjár glímur í röð með “triangle” hengingu. Í 8-manna úrslitum tapaði Daði á stigum en hann var búinn að læsa “triangle” hengingunni þegar tíminn var úti.

Góður árangur á fyrstu tveimur dögunum en á morgun keppa sjö aðrir Íslendingar á mótinu. Frásagnirnar hér að ofan koma frá Facebook síðu BJÍ en sambandið setur inn fréttir af keppendunum jafn óðum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular