spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley : Global Fight League borga MMA bardagamönnum hnefaleikalaun

Tyron Woodley : Global Fight League borga MMA bardagamönnum hnefaleikalaun

Ný bardagasamtök í blönduðum bardagalistum, Global Fight League (hér eftir GFL), hafa litið dagsins ljós og er ætlunin að halda bardagakvöld snemma á næsta ári. Bardagasamtökin hafa samið við fyrrum UFC-meistarann Tyron Woodley en honum líst vel á þessi nýju bardagasamtök. Woodley sagði í viðtali við Ariel Helwani að gömlu hetjurnar (OGs) fengju almennilega borgað hjá nýju bardagasamtökunum. Þá sagði Woodley að fá hnefaleikapeninga í blönduðum bardagalistum væri gott hnykl (whole flex) og að hann væri spenntur að vera hluti af nýrri bylgju í bardagaheiminum.

Woodley kvaðst hafa haft áhuga á því að keppa aftur í blönduðum bardagalistum í einhvern tíma en hafi sett það á bið en núna sé rétti tíminn til að endurnýja kynnin. Woodley er ekki eina gamla UFC-hetjan sem ætlar sér að berjast fyrir GFL en ásamt honum munu Benson Henderson, Junior Dos Santos, Andrei Arlovski, Fabricio Werdum og Alexander Gustafsson ásamt fleirum. Það vantar því ekki stórstjörnurnar í þessi nýju bardagasamtök en þessi listi af nöfnum. Allir þessir menn voru stórbrotnir bardagamenn á sínum tíma en þeir eiga það einnig sameiginlegt að vera komnir vel upp á og jafnvel yfir hæðina.

Það verður spennandi að fylgjast með þessum nýju bardagasamtökum en það eru margir sem myndu vilja sjá þessar gömlu stjörnur berjast við hvora aðra aftur. Woodley er einn óvinsælasti UFC meistari síðari tíma en hann hætti hjá bardagasamtökunum eftir að hafa tapað fjórum bardögum í röð. Vonandi nær Woodley að finna sitt gamla form og hver veit nema að þessi nýju bardagasamtök muni eiga möguleika á því að veita UFC samkeppni þegar litið er til lengri tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular