spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley svaraði öllum spurningum á blaðamannafundinum með „Black lives matter“

Tyron Woodley svaraði öllum spurningum á blaðamannafundinum með „Black lives matter“

UFC hélt blaðamannafund í gærkvöldi fyrir bardagana um helgina. Woodley svaraði öllum spurningum með sama svarinu.

Tyron Woodley mætir Colby Covington í aðalbardaga kvöldsins á laugardaginn. Á blaðamannafundi í gær fyrir UFC Vegas 11 bardagakvöldið var Woodley klæddur í „Black Lives Matter“ bol og með rauða derhúfu sem á stóð „Make Racists Catch the Fade Again“ sem líktist „Make America Great Again“ derhúfum Donald Trump.

Það skipti ekki máli hver spurning blaðamanna var, Woodley gaf nánast alltaf sama svarið:

„I’m just really excited that Black Lives Matter.”
„I just think that Black Lives Matter.“
„I just hope they realize Black Lives Matter.”
„I definitely realize Black Lives Matter.”
„The fact that Black Lives Matter.”

Blaðamannafundurinn var því búinn á tæpum þremur mínútum.

Black Lives Matter hreyfingin hefur verið miðpunktur mótmæla í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum eftir að George Floyd var myrtur af lögreglu í Minnesota. Woodley vildi því nýta tækifærið í gær til að vekja enn meiri athygli á málstaðnum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular