spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley: UFC aldrei áður meðhöndlað meistara jafn illa eins og mig

Tyron Woodley: UFC aldrei áður meðhöndlað meistara jafn illa eins og mig

Tyron Woodley er ekki sáttur með upplifun sína sem meistari. Woodley upplifir að UFC og aðdáendur hafi komið verst fram við sig af öllum UFC meisturum frá upphafi.

Tyron Woodley mætir Stephen Thompson á UFC 209 í mars. Þetta verður í annað sinn er þeir mætast en kapparnir háðu jafntefli á UFC 205 í New York.

Þeir Woodley og Thompson voru báðir á smá kynningartúr í vikunni og mættu meðal annars í þáttinn SportsCenter á ESPN. Báðir eru þeir enn ósammála um úrslit fyrri bardagans og þræta nokkuð um það í þættinum.

Að mati Woodley gæti UFC gert talsvert meira til að markaðssetja sig og skilur hann ekki af hverju aðdáendur virðast vera á móti honum. Að hans mati tengist það kynþætti hans. „Ég get bent á augljósar staðreyndir; enginn meistari hefur fengið aðra eins meðhöndlun og ég. Ég er ekki að segja að þeir styðji Thompson meira en hann á aðdáendur sem hafa farið yfir strikið. Það er ekki honum að kenna…en leggjum spilin á borðin. Ef ég væri með annan húðlit held ég að aðdáendur myndu koma öðruvísi fram við mig,“ sagði Woodley.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Woodley talar um þetta málefni. Að hans mati ætti UFC að leggja meira upp úr því að markaðssetja sig fyrir blökkumannasamfélagið eins og í heimaborg Woodley í Ferguson, Missouri.

Máli sínu til stuðnings nefnir hann aðra bardagamenn af sama húðlit. „Besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, er Demetrious Johnson, blökkumaður. Af hverju er hann ekki með stóra styrktarsamninga? Af hverju er hann ekki tekjuhæsti bardagamaðurinn? Hver er munurinn ef þið spáið í því. Jon Jones er auðvitað sinn versti óvinur, en um leið og hann rennur á bananhýði geta þeir ekki beðið eftir að gagnrýna hann. Fólk af ólíkum kynþætti fær svo ólík tækifæri.“

„Ég er sá meistari sem hef fengið hvað versta meðhöndlun í sögu UFC, augljósar staðreyndir. Þann 4. mars mun ég verja þetta belti og halda áfram með mína arfleifð í íþróttinni,“ sagði Woodley að lokum.

https://www.youtube.com/watch?v=w_87H7TGyQM&feature=youtu.be

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular