Tuesday, July 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentTyron Woodley vill GSP eða Nick Diaz til að verða besti veltivigtarmaður...

Tyron Woodley vill GSP eða Nick Diaz til að verða besti veltivigtarmaður sögunnar

UFC meistarinn í veltivigt, Tyron Woodley, varði titil sinn í mars gegn Stephen Thompson. Woodley ræddi nánustu framtíð nýlega í viðtali við BJPenn.com en þar kom ýmislegt áhugavert fram.

Tyron Woodley er heilsuheill eftir bardagann við Thompson og sér fyrir sér titilvörn í júlí, mögulega á UFC 213 kvöldinu í Las Vegas þann 8. júlí. Woodley hefur fyrst og fremst tvo andstæðinga í huga. Hann segist vilja verða viðurkenndur sem besti bardagamaður allra tíma í veltivigt en til þess að ná því markmiðið þurfi hann að sigra Nick Diaz og Georges St. Pierre. Það eru því þeir tveir sem hann vill helst mæta.

Woodley telur sig geta orðið besta veltivigtarmann sögunnar með sigrum á St. Pierre og Diaz. „Ég vil bardaga sem festa mig í sessi sem goðsögn, sá besti allra tíma. Það eru tveir andstæðingar sem ég þyrfti að vinna til að verða besti veltivigtarmaður sögunnar. Ef ég get unnið Nick Diaz og ef ég get unnið Georges St. Pierre getur enginn sagt að ég sé ekki besti veltivigtarmaður sögunnar. Það myndi gera mig betri en Georges, betri en Matt Hughes. Ég væri sá besti frá upphafi,“ sagði Woodley.

Það verður að teljast ólíklegt að þessar hugmyndir Woodley verði að veruleika þar sem Nick Diaz hefur ekki barist lengi og hefur ekki unnið bardaga síðan árið 2011. Georges St. Pierre er auk þess með bardaga í millivigt gegn Michael Bispings svo hann er ekki á lausu. Líklegra er að Woodley verði að bíða eftir sigurvegara bardaga Demian Maia og Jorge Masvidal sem fram fer 13. maí á UFC 211.

Eins og áður segir er Woodley að stefna á endurkomu í júlí í sumar en bardagakvöldið er einn af hápunktum ársins hjá UFC. UFC setur oft stærstu stjörnurnar sínar á bardagakvöldið og vonast Woodley eftir að vera þar enda telur hann sig vera nálægt því að verða stór stjarna.

„UFC er með marga frábæra bardagamenn en það eru ekki margar stjörnur í UFC eins og er. Að því sögðu tel ég að ég sé nálægt því að verða þessi stjarna. Ég held að UFC setji stóru nöfnin sín á UFC 213. Ég veit ekki alveg hvað þeir eru búnir að plana en ég talaði við Dana White fyrir ekki svo löngu síðan og sagði honum að ég vildi berjast þann 8. júlí. Það er það sem við erum að stefna að.“

Woodley hefur þegar hafið undirbúning sinn fyrir sinn næsta bardaga en ekki er vitað hver næsti andstæðingur hans verður.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular