spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 166: Umfjöllun um úrslit gærkvöldsins

UFC 166: Umfjöllun um úrslit gærkvöldsins

UFC 166 var frábær skemmtun og óhætt er að segja að þetta hafi verið eitt besta, ef ekki það besta, UFC kvöld ársins.

Cain Velasquez vs Junior Dos Santos

Cain Velasquez sýndi og sannaði að hann er besti þungavigtarmaður í heimi í dag og sennilega besti þungavigtarmaður í sögu UFC. Hann gjörsigraði Junior Dos Santos mjög sannfærandi líkt og síðast. Svo virðist sem það sé einfaldlega himinn og haf milli Velasquez og annarra þungavigtarmanna. Junior Dos Santos hafði enga lausn á stöðugri pressu Velasquez. Dos Santos og liðið hans virtist ekki hafa æft neitt nýtt fyrir þennan bardaga til að stöðva Velasquez og ætlaði Dos Santos bara að reyna að rota hann. Hann bakkaði alltof oft upp við búrið og leyfði Velasquez að halda sér þar í stað þess að nota fótavinnuna og „circla“ burt frá búrinu eins og góðir boxarar eiga að gera. Dos Santos er engu að síður að mínu mati lang næst besti þungavigtarmaður heims en það gildir kannski ekki mikið.

Velasquez mun líklegast mæta Fabricio Werdum í næsta bardaga en talað hefur verið um að þeir þjálfi fyrstu TUF: Mexico seríuna þar sem Werdum er einnig spænskumælandi.

Daniel Cormier sigraði Roy Nelson sannfærandi og á örugglega eftir að vera skemmtileg viðbót við léttþungavigtina. Nelson er of ástfanginn af hægri bombunni sinni og hefur ekkert þróað „strikingið“ sitt sem gerir hann að einstaklega fyrirsjáanlegum „striker“. Nelson er samt enn virkilega góður bardagamaður en er greinilega ekki nógu góður fyrir þessa topp 5 bardagamenn eins og töpin gegn Dos Santos, Werdum og nú Cormier hafa sýnt.

Gilbert Melendez sigraði Diego Sanchez í bardaga ársins! Þegar Sanchez sló Melendez niður með „uppercut“ í þriðju lotu ætlaði allt um koll að keyra! Ef hann hefði látið höggin dynja á honum í þeirri stöðu í stað þess að taka bakið hefði hann jafnvel getað klárað Melendez. Ef það hefði gerst hefði það verið einn besti „comeback“ sigur í langan tíma! Hvernig einn dómarinn gat skorað þennan bardaga 30-27 fyrir Melendez er óskiljanlegt sérstaklega eftir að Sanchez var nálægt því að klára Melendez í 3. lotu.

melendez_sanchez_ufc_166.0_standard_352.0

Gabriel Gonzaga sýndi að hann getur þetta enn með því að rota Shawn Jordan í fyrstu lotu. Hann verður örugglega alltaf „gatekeeper“ í þungavigtardeildinni í UFC en fer ekkert lengra en það. Þeir sem eru nógu góðir til að sigra hann fara í topp 10 andstæðing næst en þeir sem tapa fyrir honum eru ekki nógu góður fyrir þessa topp 10 bardagamenn.

John Dodson gerði það sem fluguvigtina hefur vantað, hann rotaði Darrel Montague glæsilega í 1. lotu. Darrel er mjög góður bardagamaður en Dodson var of góður fyrir hann og hitti hann alltof oft. Dodson er skemmtilegur karakter (þó hann fari í taugarnar á mörgum) og er einn af fáum 125 punda mönnum sem geta rotað.

Hector Lombard sýndi gamla Bellator takta er hann rotaði Nate Marquardt í fyrtstu lotu. Vonandi kemst hann á skrið í veltivigtinni og rotar 2-3 í leiðinni. Nate Marquardt hefur nú verið rotaður tvisvar í röð, fyrst gegn Jake Ellenberger og svo núna gegn Hector Lombard. Það er þó engin skömm að vera rotaður af þessum höggþungu mönnum en hann er greinilega á niðurleið og gæti verið sagt upp af UFC eftir þetta.

Heilt yfir var þetta virkilega skemmtilegt bardagakvöld þar sem við fengum að sjá 7 rothögg. Næsta UFC kvöld er eftir tæpa viku í Manchester þar sem Lyoto Machida og Mark Munoz mætast.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular