spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 189: Conor McGregor gegn Chad Mendes

UFC 189: Conor McGregor gegn Chad Mendes

conor McGregor Chad MendesEinn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins.

Conor McGregor (17-2) gegn Chad Mendes (17-2)

Conor McGregor hefur skotist leifturhratt upp á stjörnuhimininn í MMA. Frá því hann kláraði Marcus Brimage á 67 sekúndum í sínum fyrsta UFC bardaga hefur hann verið á allra vörum. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er hann að fara að berjast um fjaðurvigtarbelti UFC.

Upphaflega átti McGregor að mæta fjaðurvigtarmeistaranum Jose Aldo en Aldo þurfti að draga sig úr keppni vegna rifbeinsmeiðsla. Inn kom Chad Mendes með skömmum fyrirvara og munu þeir berjast um svo kallaðan bráðabirgðartitil UFC (e. interim title). Sigurvegarinn mun svo mæta Aldo þar sem óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari verður krýndur.

Conor McGregor talar í fyrirsögnum og setur hann mikla pressu á sjálfan sig með stórum yfirlýsingum. Hingað til hefur hann staðið við allar sínar yfirlýsingar en á morgun verður hans stærsta prófraun.

Þeir sem þekkja til McGregor segja að pressan hafi ekkert nema jákvæð áhrif á hann. Því meiri pressa sem hvílir á honum, því betur virðist hann standa sig.

Gegn Mendes hefur hann ekki sparað stóru orðin og sagt Mendes vera nýliða sem muni ekki geta enst út 1. lotuna gegn á morgun. Aðrir búast við hnífjöfnum og spennandi bardaga.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga:

  • 15 af 17 sigrum hans hafa komið eftir rothögg
  • Aldrei verið tekinn niður í UFC
  • Hefur aldrei mætt jafn sterkum glímumanni og Mendes
  • Í fimm UFC bardögum sínum hefur McGregor verið samtals stjórnað í aðeins 25 sekúndur

Leið til sigurs: McGregor er með frábæra pressu sem flestir brotna undan. Hann þarf að stjórna miðjunni í búrinu, halda góðri fjarlægð, fá Mendes til að bakka og raða inn höggunum. Um fram allt þarf hann að verjast fellunum og halda bardaganum standandi.

chad mendes ko
Chad Mendes.

Chad Mendes er gríðarlega sterkur bardagamaður sem mætir hér til leiks með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Mendes er einn af allra bestu bardagamönnum þyngdarflokksins og mjög höggþungur.

Í 19 bardögum hefur hann aðeins tapað fyrir einum manni, Jose Aldo. Bæði töpin áttu sér stað í titilbardaga og það síðara í október í fyrra. Mendes var framúrskarandi glímumaður á skólaárum sínum og var aðeins hársbreidd frá því að verða landsmeistari í bandarísku háskóladeildinni.

Glímubakgrunnurinn hans hefur nýst honum afar vel í MMA. Hann er með gríðarlega kraftmiklar fellur sem fáir ná að stöðva. Í raun hefur aðeins einum manni tekist að stöðva fellurnar hans, Jose Aldo.

Eftir fyrra tapið gegn Aldo fór hann á fimm bardaga sigurgöngu. Hann virtist hafa tekið stórtækum framförum í standandi viðureign og sigraði fjóra bardaga í röð með rothöggi. Í dag er hann ekki bara sterkur glímumaður heldur er hann orðinn afar hættulegur standandi.

Nokkrir hlutir til að hafa í huga

  • Á met yfir flestar fellur í sögu fjaðurvigtarinnar
  • Verst 71,6% högga andstæðingsins sem er það hæsta í flokknum
  • Einu sinni verið rotaður
  • Kemur inn með skömmum fyrirvara svo undirbúningurinn er ekki sá besti

Leið til sigurs: Chad Mendes þarf að fara í fellur. McGregor gæti átt í erfiðleikum með að ná góðum takti ef Mendes er stöðugt að skjóta í fellur. Best fyrir hann væri að halda McGregor niðri og láta höggin dynja á honum þar en ógnin við felluna gæti opnað McGregor standandi.

Spá MMA Frétta: Conor McGregor getur stöðvað felluna. Hann sigrar Mendes með tæknilegu rothöggi í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular