spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 202 söluhæsta bardagakvöld allra tíma

UFC 202 söluhæsta bardagakvöld allra tíma

conor mcgregor ufc 202UFC 202 var söluhæsta MMA bardagakvöld allra tíma. Conor McGregor bar sigur úr býtum gegn Nate Diaz og fylgdust greinilega margir með.

Þetta segir Dave Meltzer á MMA Fighting en hann er einn sá áreiðanlegasti þegar kemur að áhorfstölum og „Pay per view“ (PPV) tölum í MMA heiminum.

UFC 202 gerði 1,65 milljón sölur á PPV þann 20. ágúst samkvæmt Meltzer en UFC gefur aldrei út nákvæmar tölur þegar kemur að PPV sölunni. Dana White, forseti UFC, sagði þó eftir bardagakvöldið að allt bendi til að UFC 202 myndi setja sölumet.

UFC 202 gerði því örlítið betur en UFC 196 sem gaf af sér 1,6 milljón sölur. Bæði bardagakvöldin voru söluhærri en UFC 100 en það bardagakvöld var lengi vel það söluhæsta frá upphafi. Þeir Conor McGregor og Nate Diaz voru því í aðalbardaganum á tveimur söluhæstu bardagakvöldunum í sögu MMA.

Sölutölurnar frá gervihnattaþjónustu DirecTV eru þær hæstu í sögu UFC samkvæmt heimildum Meltzer. Þá eru sölutölur UFC í gegnum Fight Pass þjónustu þeirra einnig sagðar þær hæstu frá upphafi.

Þetta eru þó ekki áhorfstölur þar sem inn í þessu eru ekki tölur frá einstaka sjónvarpsstöðvum út um allan heim sem sýndu bardagann líkt og Stöð 2 Sport gerði hér heima. Áhorfstölur hjá Globo í Brasilíu og BT Sport á Englandi eru sagðar hafa verið mjög góðar.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular