spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 206 fær spennandi bardaga í fjaðurvigtinni

UFC 206 fær spennandi bardaga í fjaðurvigtinni

pettis-hollowayUFC tilkynnti í gærkvöldi spennandi bardaga á UFC 206 bardagakvöldinu. Bardagakvöldið fer fram í Toronto, Kanada þann 10. desember en þar fáum við að sjá þá Max Holloway og Anthony Pettis mætast í fjaðurvigtinni.

UFC 206 hefur verið í umræðunni að undanförnu fyrir skort á spennandi bardögum. Goðsögnin Georges St. Pierre hefur helst verið nefndur til sögunnar til að bjarga kvöldinu enda mikil stjarna í heimalandinu. Nú virðist bardagakvöldið hins vegar vera að taka á sig mynd og þessi bardagi hefur alla burði til þess að verða einn sá mest spennandi. Eins og staðan er núna er líklegt að bardaginn verði næstsíðasti bardagi kvöldsins, á undan titilbardaga Daniel Cormier og Anthony Johnson.

Max Holloway er 24 ára gamall og hefur unnið níu bardaga í röð síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Hann virðist vera næstur í röðinni fyrir titilbardaga í fjaðurvigtinni en það veltur þó allt á stöðu Conor McGregor og Jose Aldo.

Anthony Pettis er 29 ára gamall og er fyrrum léttivigtarmeistari UFC. Frumraun hans í fjaðurvigtinni sáum við í ágúst þar sem hann sigraði Charles Oliveira með „guillotine“ hengingu í þriðju lotu.

Þessi bardagi virðist ætla að verða ansi mikilvægur fyrir fjaðurvigtina að mörgu leyti eins og minnst var á hér að ofan. Fjaðurvigtin er í undarlegri stöðu á þessum tímapunkti því enginn veit hvað Conor McGregor gerir næst og eins er framtíð José Aldo í uppnámi.

Annar bardagi sem var tilkynntur á bardagakvöldið er bardagi í bantamvigt milli Mitch Gagnon og Matthew Lopez.

 

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular