spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 207 verður síðasta bardagakvöld Mike Goldberg

UFC 207 verður síðasta bardagakvöld Mike Goldberg

Lýsandinn Mike Goldberg mun lýsa UFC í hinsta sinn nú á föstudaginn þegar UFC 207 fer fram. Bardagi Rondu Rousey og Amanda Nunes verður því síðasti bardaginn sem hann lýsir í UFC.

Þessu er því öllu lokið hjá Mike Goldberg eftir nærri 20 ára starf en frá þessu greinir ENTimsports. Þeir Mike Goldberg og Joe Rogan hafa myndað aðalteymið sem lýsendur UFC í fjölda ára en óvíst er hver muni taka við af Goldberg.

Mike Goldberg hefur verið svo kallaður „play-by-play“ lýsandi UFC en hans fyrsti viðburður var UFC Japan árið 1997. Joe Rogan hefur verið félagi hans frá árinu 2002 en saman hafa þeir lýst öllum stærstu bardögunum í sögu UFC.

Eftir að UFC samdi við Fox sjónvarpsstöðina hafa skyldur þeirra minnkað og menn eins og Jon Anik, Kenny Florian, Brian Stann og fleiri gengið í störf þeirra á minni bardagakvöldunum.

Joe Rogan lýsir núna einungis númeruðu „Pay per view“ bardagakvöldunum og bara þeim sem fara fram í Norður-Ameríku. Mike Goldberg mun nú hverfa á brott en þetta er ein af breytingunum sem komið hafa með nýju eigendunum.

Mike Goldberg hefur átt mörg mismæli í gegnum tíðina og er hann auðvelt skotmark oft á tíðum. Mismæli hans eru orðnir fastir liðið hjá mörgum aðdáendum og eiga margir eftir að sakna hans. Það verður skrítið að sjá Joe Rogan án hans og áhugavert að sjá hver verður ráðinn í stað Goldberg.

Rifjum upp í lokin nokkur af hans bestu augnablikum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular