spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 210 úrslit - skrítið kvöld

UFC 210 úrslit – skrítið kvöld

UFC 210 fór fram fyrr í kvöld í Buffalo í New York. Daniel Cormier mætti Anthony Johnson í aðalbardaga kvöldsins um léttþungavigtartitil UFC.

Daniel Cormier sigraði Anthony Johnson eftir „rear naked choke“ í 2. lotu. Bardaginn var mjög skrítinn en Johnson reyndi mikið að taka Cormier niður sem kom verulega á óvart. Cormier náði að lokum bakinu á Johnson og kláraði bardagann.

Eftir bardagann tilkynnti Johnson óvænt að hann væri hættur. Johnson fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað en nýja starfið tengist ekki MMA. Johnson er aðeins 33 ára og kom þetta gríðarlega á óvart.

Bardagi Gegard Mousasi og Chris Weidman var frábær en endaði með umdeildum hætti. Í 2. lotu fékk Weidman tvö hnéspörk í höfuðið en dómarinn taldi þau vera ólögleg og gerði hlé á bardaganum. Þegar nánar var að gáð sást að spörkin voru lögleg en dómarinn gat ekki látið bardagann halda áfram og stöðvaði því bardagann. Gríðarleg óánægja ríkti meðal allra með þessa niðurstöðu og voru tveir stærstu bardagar kvöldsins ákaflega undarlegir. Hér má sjá öll önnur úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttþungavigt: Daniel Cormier sigraði Anthony Johnson með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:37 í 2. lotu.
Millivigt: Gegard Mousasi sigraði Chris Weidman með tæknilegu rothöggi eftir 3:13 í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Cynthia Calvillo sigraði Pearl Gonzalez með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:45 í 3. lotu.
Veltivigt: Thiago Alves sigraði Patrick Côté eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Charles Oliveira sigraði Will Brooks með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:30 í 1. lotu.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar

Fjaðurvigt: Myles Jury sigraði Mike De La Torre með tæknilegu rothöggi eftir 3:30 í 1. lotu.
Veltivigt: Kamaru Usman sigraði Sean Strickland eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Shane Burgos sigraði Charles Rosa með tæknilegu rothöggi eftir 1:59 í 3. lotu.
Léttþungavigt: Patrick Cummins sigraði Jan Błachowicz eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar

Léttvigt: Gregor Gillespie sigraði Andrew Holbrook með rothöggi eftir 21 sekúndu í 1. lotu.
Léttvigt: Desmond Green sigraði Josh Emmett eftir klofna dómaraákvörðun.
Bantamvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Irene Aldana eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Magomed Bibulatov sigraði Jenel Lausa eftir dómaraákvörðun

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular