spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 213 Embedded: Whittaker í fótbolta og Shevchenko á skotæfingu

UFC 213 Embedded: Whittaker í fótbolta og Shevchenko á skotæfingu

UFC 213 fer fram á laugardaginn þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. UFC hefur nú birt fyrsta Embedded þáttinn fyrir bardagakvöldið.

International Fight Week er í vikunni en það er árlegur viðburður UFC þar sem öllu er til tjaldað og býður UFC upp á tvö bardagakvöld. Á föstudaginn fer TUF Finale fram þar sem Justin Gaethje berst sinn fyrsta bardaga í UFC þegar hann mætir Michael Johnson.

Stóra kvöldið er svo á laugardaginn þegar tveir titilbardagar verða á dagskrá. Meistarinn Amanda Nunes mætir Valentinu Shevchenko í aðalbardaga kvöldsins og svo mætast þeir Robert Whittaker og Yoel Romero um bráðabirgðartitilinn í millivigtinni.

Fyrsta Embedded þáttinn fyrir UFC 213 má sjá hér að neðan en þar má m.a. sjá Robert Whittaker í fótbolta og Valentinu Shevchenko á skotæfingasvæðinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular