Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentRonda Rousey minntist ekkert á MMA í fyrsta viðtali sínu eftir tapið...

Ronda Rousey minntist ekkert á MMA í fyrsta viðtali sínu eftir tapið gegn Nunes

Ronda Rousey hefur svo sannarlega látið lítið fyrir sér fara undanfarið. Hún mætti í viðtal á dögunum og var það fyrsta viðtalið hennar eftir tapið gegn Amanda Nunes í desember í fyrra.

Ronda Rousey mætti Amanda Nunes á UFC 207 í lok desember á síðasta ári. Það tók Nunes aðeins 48 sekúndur að klára Rondu en Ronda neitaði að tala við MMA fjölmiðla fyrir bardagann og veitti engin viðtöl eftir tapið gegn Nunes. Hún var mætt í þáttinn Live with Kelly and Ryan á dögunum en það var hennar fyrsta viðtal eftir tapið.

Allt bendir til þess að Ronda sé hætt í MMA en sjálf hefur hún ekkert talað um framtíð sína í MMA. Í viðtalinu á dögunum barst talið ekkert að MMA og erum við því engu nær um framtíð hennar í íþróttinni. Dana White, forseti UFC, telur að hún sé hætt en sjálf hefur Ronda ekkert sagt.

Í viðtalinu talaði hún um trúlofun hennar og þungavigtarmannsins Travis Browne. Browne berst einmitt á UFC 213 um helgina rétt eins og Amanda Nunes. Þá greindi hún frá innbroti sem þau skötuhjúin urðu fyrir og sjónvarpsþættinum sem hún kemur fram í, Battle of the Network Stars, í viðtalinu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular