UFC 217 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Óhætt er að fullyrða að þetta sé besta bardagakvöld ársins en hér má sjá úrslit kvöldsins.
UFC 217 bardagakvöldið var einfaldlega sögulegt! Við fengum þrjá nýja meistara í kvöld en það hefur aldrei gerst áður á einu og sama kvöldi í sögu UFC.
Georges St. Pierre kom svo sannarlega öflugur til leiks í endurkomu sinni og kláraði Michael Bisping í 3. lotu. GSP kýldi meistarann niður með vinstri krók í 3. lotu og fylgdi því eftir með höggum áður en hann stökk á bakið og kláraði Bisping með hengingu. Bisping tappaði aldrei út og var svæfður.
T.J. Dillashaw endurheimti titil sinn í bantamvigt með því að klára Cody Garbrandt með rothöggi í 2. lotu. Dillashaw var sjálfur kýldur niður í lok 1. lotu en kom öflugur til baka og kláraði þetta í næstu lotu.
Óvæntustu úrslit kvöldsins og mögulega ársins sáust þegar Rose Namajunas rotaði Joanna Jedrzejczyk. Namajunas kom öllum að óvörum og rotaði meistarann en þetta var hennar fyrsta rothögg á ferlinum.
Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan:
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Titilbardagi í millivigt: Georges St-Pierre sigraði Michael Bisping með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:20 í 3. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt: T.J. Dillashaw sigraði Cody Garbrandt með rothöggi eftir 2:41 í 2. lotu.
Titilbardagi í strávigt kvenna: Rose Namajunas sigraði Joanna Jędrzejczyk með tæknilegu rothöggi eftir 3:03 í 1. lotu.
Veltivigt: Stephen Thompson sigraði Jorge Masvidal eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-27, 30-27).
Millivigt: Paulo Costa sigraði Johny Hendricks með tæknilegu rothöggi eftir 1:23 í 2. lotu.
Fox Sports 1 upphitunarbardagar:
Léttvigt: James Vick sigraði Joseph Duffy með tæknilegu rothöggi eftir 4:59 í 2. lotu.
Þungavigt: Mark Godbeer sigraði Walt Harris eftir að Harris var dæmdur úr leik eftir 4:29 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Ovince Saint Preux sigraði Corey Anderson með rothöggi eftir 1:25 í 3. lotu.
Veltivigt: Randy Brown sigraði Mickey Gall eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-27).
UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Oleksiy Oliynyk með tæknilegu rothöggi eftir 1:56 í 2. lotu.
Bantamvigt: Ricardo Ramos sigraði Aiemann Zahabi með rothöggi (spinning back elbow) eftir 1:58 í 3. lotu.