spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 226: Daniel Cormier þyngri en Stipe Miocic - Michael Chiesa of...

UFC 226: Daniel Cormier þyngri en Stipe Miocic – Michael Chiesa of þungur

Vigtunin fyrir UFC 226 gekk vel í dag. Allir bardagamenn nema einn náðu vigt en það sem vakti mestu athygli var þyngd Daniel Cormier.

UFC 226 fer fram á morgun þar sem þeir Stipe Miocic og Daniel Cormier mætast um þungavigtartitilinn. Léttþungavigtarmeistarinn (93 kg flokkur) Daniel Cormier var hvorki meira né minna en 246 pund (111,8 kg) á meðan þungavigtarmeistarinn Miocic var 242,5 pund (110,2 kg).

Derrick Lewis var síðan rétt undir þungavigtarmörkunum eða 264,5 pund (120,2 kg) en Francis Ngannou 253 pund (115 kg). Ekki má vera meira en 266 pund í þungavigt.

Michael Chiesa var síðan 157,5 pund (71,6 kg) fyrir bardaga sinn í léttvigt gegn Anthony Pettis og þar af leiðandi 1,5 pundi of þungur. Chiesa lýsti því svo yfir að hann ætli sér upp í veltivigt eftir bardagann gegn Pettis.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular