0

TUF 27 Finale úrslit

Úrslitakvöld 27. seríu The Ultimate Fighter fór fram í nótt. Tveir nýir TUF meistarar voru krýndir en þeir Israel Adesanya og Brad Tavares mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Bardagakvöldið þótti ekki mikið fyrir augað og þá sérstaklega aðalhluti bardagakvöldsins. Bardagi Israel Adesanya var þó mjög flottur enda sýndi Adesanya frábæra frammistöðu. Adesanya hefur nú unnið alla þrjá UFC bardaga sína á tæpu hálfu ári – duglegur að berjast og skemmtilegur karakter.

Þeir Mike Trizano og Brad Katona eru nýjustu TUF meistararnir en hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins

Millivigt: Israel Adesanya sigraði Brad Tavares eftir dómaraákvörðun (49-46, 50-45, 50-45).
Léttvigt: Mike Trizano sigraði Joe Giannetti eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 28-29, 29-28).
Fjaðurvigt: Brad Katona sigraði Jay Cucciniello eftir dómaraákvörðun (30-26, 30-26, 30-26).
Fjaðurvigt: Alex Caceres sigraði Martín Bravo eftir klofna dómaraákvörðun (28-29, 29-28, 29-28).
Fluguvigt kvenna: Roxanne Modafferi sigraði Barb Honchak með tæknilegu rothöggi eftir 3:32 í 2. lotu.
Hentivigt (190 pund): Alessio Di Chirico sigraði Julian Marquez eftir klofna dómaraákvörðun (29-28, 27-30, 29-28).

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Montana De La Rosa sigraði Rachael Ostovich með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:21 í 3. lotu.
Léttvigt: Luis Peña sigraði Richie Smullen með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 3:32 í 1. lotu.
Léttvigt: John Gunther sigraði Allan Zuñiga eftir meirihluta dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 28-28).
Fjaðurvigt: Bryce Mitchell sigraði Tyler Diamond eftir meirihluta dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 28-28).

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Steven Peterson sigraði Matt Bessette eftir klofna dómaraákvörðun.
Millivigt: Gerald Meerschaert sigraði Oskar Piechota með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:55 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.