spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 231: Lima með svakalegt rothögg

UFC 231: Lima með svakalegt rothögg

Fight Pass upphitunarbardögum er lokið og voru fyrstu fjórir bardagar kvöldsins bara mjög skemmtilegir.

Í veltivigt mættust þeir Dhiego Lima og Chad Laprise. Dhiego Lima var fyrir bardagann með eitt versta bardagaskor í sögu UFC – einn sigur og fimm töp. Chad Laprise byrjaði bardagann á að pressa stíft og náði nokkrum fínum lágspörkum. Lima náði síðan glæsilegum vinstri króki sem smellhitti fullkomnlega og féll Laprise niður. Lima þurfti ekki að fylgja högginu eftir með fleiri höggum í gólfinu og gaf dómaranum færi á að stöðva bardagann. Lífsnauðsynlegur sigur fyrir Dhiego Lima í hans annarri atrennu í UFC.

Fjórði bardagi kvöldsins var í bantamvigt á milli Brad Katona og Matthew Lopez. Þeir skiptust á höggum mest allan tímann en Lopez náði nokkrum fellum út bardagann. Í 3. lotu voru smá sveiflur í gólfinu og endaði Katona með hengingu og kreisti eins og hann gat en tíminn rann út. Lopez var í erfiðleikum með að standa upp eftir felluna og hefur sennilega lognast smá út af áður en bardaginn kláraðist. Dómarinn stöðvaði þó aldrei bardagann og fór þetta því í dómaraákvörðun. Dómararnir töldu að Katona hefði sigrað og nældi hann því í fyrsta sigur Kanada-manna í kvöld. Tveir Kanada-menn í röð höfðu tapað og gaf Katona því heimamönnum fyrsta sigur kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular