0

UFC 231: Fjör í fyrstu bardögum kvöldsins

Fyrstu tveir upphitunarbardagar kvöldsins á UFC 231 í Toronto voru að klárast. Það var boðið upp á fínasta fjör í Scotiabank Arena höllinni og gefur góð fyrirheit fyrir kvöldið.

Fyrsti bardagi kvöldsins byrjaði kvöldið svo sannarlega vel! Þeir Devin Clark og Aleksander Rakic mættust þá í léttþungavigt og byrjaði bardaginn með hvelli. Devin Clark keyrði strax að Rakic með bombu og virtist Rakic brugðið. Clark kýldi svo Rakic niður en sá Austurríski stóð upp. Þar fékk hann nokkur hné í hausinn og voru nokkur þeirra ólögleg. Rakic stóð þetta samt allt af sér og kom sér úr vandræðum. Clark sótti skömmu síðar inn en Rakic henti þá í hálfgerðan „spinning backfist“ sem smellhitti. Rakic fylgdi því eftir með þungum höggum í gólfinu og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 4:05 í 1. lotu. Frábær byrjun!

Í öðrum bardaga kvöldsins mættust þeir Carlos Diego Ferreira og Kyle Nelson. Nelson kom inn í þennan bardaga bara fyrr í vikunni eftir að Ferreira hafði misst tvo andstæðinga. Ferreira átti fyrst að mæta Kanadamanninum John Madkessi en þegar hann datt út kom Jesse Ronson í staðinn. Íþróttasambandið í Ontario mat það sem svo í vikunni að Ronson væri alltof þungur til að ná vigt heilsusamlega og kom Nelson því í staðinn.

Heimamaðurinn Kyle Nelson fékk geggjaðar móttökur og byrjaði mjög vel. Þeir skiptust á höggum þar sem heimamaðurinn var að hafa betur og var Ferreira í miklu basli. Hann reyndi fellu en Nelson stöðvaði felluna auðveldlega og hélt áfram að hitta vel.

Ferreira náði svo fellunni seint í 1. lotu, komst fljótt í „mount“ og sýndi algjöra yfirburði þar. Fyrsta lotan kláraðist þar sem Ferreira var ofan í „mount“ og var Nelson ekki nógu góður að sleppa úr stöðunni.

Í 2. lotu fór Ferreira strax í fellu og kláraði hana auðveldlega. Þar var bara sama uppskrift; „mount“, högg í gólfinu og stöðvaði dómarinn bardagann. Vel gert hjá Ferreira en Nelson sýndi fína takta í 1. lotu og tók bardagann bara með nokkurra daga fyrirvara.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.