spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 231: Thiago Santos með rothögg í rosalegum bardaga

UFC 231: Thiago Santos með rothögg í rosalegum bardaga

Mynd: Snorri Björns.

Aðalhluti bardagakvöldsins á UFC 231 fór svo sannarlega vel af stað. Þeir Jimi Manuwa og Thiago Santos mættust í rosalegum bardaga.

Bardaginn fór fram í léttþungavigt en Thiago Santos hefur lengi verið í millivigt. Santos byrjaði strax að henda bombum og vankaði Jimi Manuwa snemma. Manuwa fór í fellu (sem gerist ekki oft) og fór Santos í „guillotine“ hengingu en Manuwa slapp. Báðir náðu áttum í smá „clinch“ baráttu en þar náði Manuwa góðum olnboga sem virtist vanka Santos. Santos var í veseni en það stoppaði hann ekki að reyna alls konar hringspörk með misjöfnum árangri. Geggjuð 1. lota þar sem báðir voru bara að skiptast á að vanka hvorn annan!

Í 2. lotu var það sama eiginlega upp á teningnum en Santos náði að rota Manuwa eftir 41 sekúndu í 2. lotu í rosalegum bardaga. Það er erfitt að lýsa þessum bardaga, þetta er eitthvað sem þið þurftuð bara að sjá!

Núna er einn bardagi og svo Gunnar!

Mynd: Snorri Björns.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular