Fyrstu tveir þættirnir í Embedded seríunni fyrir UFC 264 eru komnir. Í þáttunum fáum við að kíkja á bakvið tjöldin í aðdraganda bardagakvöldsins.
Í aðalbardaga kvöldsins á UFC 264 mætast þeir Conor McGregor og Dustin Poirier. Þetta verður þriðja viðureign þeirra en Poirier rotaði Conor síðast.
Í fyrsta Embedded þættinum fyrir UFC 264 fáum við að sjá Stephen Thompson taka æfingu í sínum bardagaklúbbi en hann mætir Gilbert Burns um helgina. Gilbert Burns tekur síðustu hörðu æfinguna áður en hann og fer í golf með fjölskyldunni. Dustin Poirier flýgur til Las Vegas og tók útihlaup í hitanum í Las Vegas.
Í 2. þætti tekur Stephen Thompson brettuspretti í bakgarðinum hjá pabba sínum, Dustin Poirier tekur æfingu í Las Vegas og Gilbert Burns sömuleiðis.
- Tappvarpið #141: Frábær sigur Gunnars og UFC 286 uppgjör - March 22, 2023
- Gunnar með flest uppgjafartök í sögu veltivigtarinnar - March 19, 2023
- Gunnar Nelson með sigur í 1. lotu - March 18, 2023