Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaUFC 264 úrslit

UFC 264 úrslit

UFC 264 fór fram í nótt þar sem Conor McGregor mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalbardagi kvöldsins var þriðji bardagi Conor McGregor og Dustin Poirier en báðir voru með einn sigur hvor. Conor byrjaði bardagann á nokkrum spörkum en kálfaspark Poirier hafði mikil áhrif á síðasta bardaga þeirra. Conor byrjaði af miklum krafti en Poirier fór að svara betur sig þegar leið aðeins á lotuna. Conor hélt áfram að sparka í lappir Poirier en það gerði Bandaríkjamaðurinn líka.

Poirier lenti góðri fléttu og bakkaði Conor. Conor „clinchaði“ við Poirier og reyndi Poirier fellu. Conor greip um háls Poirier og reyndi „guillotine“ hengingu og lét sig falla á gólfið í von um að klára henginguna. Það reyndust vera afdrifarík mistök þar sem Poirier slapp úr hengingunni og lenti þungum höggum í gólfinu. Poirier hitti með olnbogum og fjölda þungra högga en Conor reyndi að lifa af. Conor reyndi að svara sjálfur með olnbogum af bakinu en Poirier lenti mörgum þungum höggum.

Conor greip í hanska Poirier (sem má ekki) og þegar Poirier benti dómaranum á það tókst Conor að standa upp. Báðir hentu í beina vinstri og hrundi Conor í gólfið. Poirier reyndi að klára með höggum í gólfinu en lotan kláraðist. Conor hélt strax um fót sinn eftir lotuna og virtist ekki geta staðið upp. Herb Dean stöðvaði því bardagann þar sem Conor hafði fótbrotnað þegar hann steig í fótinn í lok 1. lotu. Slæmur endir en endursýning sýndi hvernig ökklinn bognaði illa undir Conor þegar hann steig til baka eftir högg.

Conor sat fótbrotinn og var augljóstlega mjög pirraður yfir niðurstöðunni. Conor og Poirier áttu í nokkrum orðaskiptum og er rígur þeirra alls ekki búinn. Poirier vildi meina að sprunga hafi myndast í sköflungi Conor eftir að spark hans lenti á sköflungi sínum og þess vegna hafi fótur Conor bognað í lok 1. lotu. Conor var ekki á sama máli og vill mæta Poirier í 4. sinn.

Maður kvöldsins var Tai Tuivasa. Tuivasa mætti Greg Hardy í þungavigt og byrjaði á að ganga í búrið undir tónum Spice Girls. Tuivasa rotaði Hardy eftir rúma mínútu í 1. lotu og fagnaði með því að drekka bjór úr skó áhorfenda (e. shoey). Tuivasa tók fleiri skóbjóra á leið úr búrinu og skemmti sér greinilega konunglega.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Léttvigt: Dustin Poirier sigraði Conor McGregor með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 5:00 í 1. lotu.
Veltivigt: Gilbert Burns sigraði Stephen Thompson eftir dómaraákvörðun (29–28, 29–28, 29–28).
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Greg Hardy með rothöggi (punches) eftir 1:07 í 1. lotu.
Hentivigt (139,5 pund): Irene Aldanasigraði Yana Kunitskaya með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:35 í 1. lotu.
Bantamvigt: Sean O’Malley sigraði Kris Moutinho með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:33 í 3. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Veltivigt: Max Griffin sigraði Carlos Condit eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Michel Pereira sigraði Niko Price eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Ilia Topuria sigraði Ryan Hall með rothöggi (punches) eftir 4:47 í 1. lotu.
Millivigt: Dricus du Plessis sigraði Trevin Giles með rothöggi (punches) eftir 1:41 í 2. lotu.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fluguvigt kvenna: Jennifer Maia sigraði Jessica Eye eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Brad Tavares sigraði Omari Akhmedov eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt: Zhalgas Zhumagulov sigraði Jerome Rivera með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 2:02 í 1. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular