spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíða1 sigur og 2 töp í Póllandi

1 sigur og 2 töp í Póllandi

Þrír bardagamenn frá Mjölni börðust í Póllandi í dag. Bardagarnir fóru fram í Contender Fight Night og er uppskeran einn sigur og tvö töp.

Bjarki Eyþórsson (1-0 fyrir bardagann) mætti Remigiusz Jablonski í 77 kg veltivigt. Bjarki byrjaði vel með fín spörk og svo fellu en Jablonski komst fljótt upp. Um miðja 1. lotu féll Bjarki niður eftir lágspark og elti Jablonski hann niður en Bjarki komst fljótt upp.

Skömmu síðar hentu báðir í háspark en spark Jablonski virtist hitta og féll Bjarki niður. Jablonski fylgdi því eftir eins og óður hundur með höggum í gólfinu. Bjarki gerði sitt besta í að verjast höggunum en var ekki að komast aftur upp. Jablonski hætti ekki að kýla og stöðvaði dómarinn bardagann í lok 1. lotu.

Næstur var Daniel Alot (3-1 fyrir bardagann) en hann mætti Dawid Biedron í 68 kg hentivigt. Daniel náði fellu snemma í lotunni en það var erfitt að sjá hvað gekk á í gólfinu þar sem myndavélin náði ekki til þeirra þar sem þeir voru staðsettir í búrinu en 1. lota fór að miklu leiti fram í gólfinu. Í 2. lotu lenti Daniel góðum höggum og bakkaði Biedron. Daniel fór í fellu og skellti Biedron niður og komst strax í „mount“. Þar lét hann þung högg dynja á Biedron þar til hann snéri undan og gaf á sér bakið. Daniel fór því í hengingunni og kláraði Biedron með „rear naked choke“ í 2. lotu. Flottur sigur hjá Daniel.

Síðastur var Aron Franz Bergmann Kristjánsson en þetta var hans fyrsti MMA bardagi. Aron mætti Michal Oleksy í 66 kg fjaðurvigt. Oleksy var greinilega með marga stuðningsmenn með sér en hann var ákaft hvattur áfram af áhorfendum. Þetta var þriggja lotu stríð þar sem báðir settu allt í þetta. Aron reyndi fellu í 1. lotu en Oleksy varðist. Oleksy fór sjálfur í fellu og reyndi Aron guillotine hengingu en tókst ekki að klára.

Í 2. lotu eyddu þeir miklum tíma standandi að skiptast á höggum þar sem báðir voru að hitta. Aron féll niður í lok lotunnar en erfitt að segja hvort þetta hafi verið högg eða hvort Aron hafi bara misst jafnvægið.

Í 3. lotu náði Oleksy fellu og var Aron nálægt því að ná bakinu í smá stöðusnúningum í gólfinu. Oleksy komst þó ofan á en Aron komst aftur upp skömmu síðar. Þeir héldu áfram að skiptast á höggum út lotuna og fór bardaginn því allar þrjár loturnar. Svo fór að Oleksy sigraði eftir klofna dómaraákvörðun í hörku bardaga. Þetta var fyrsti áhugamannabardagi Arons og getur hann borið höfuðið hátt eftir bardagann.

Niðurstaðan eftir þessa Póllandsferð því einn sigur og tvö töp en auðvitað hellings reynsla.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular