Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaDustin Poirier: Hann er skíthæll

Dustin Poirier: Hann er skíthæll

Dustin Poirier sigraði Conor McGregor í nótt á UFC 264. Poirier var ekki sáttur með framkomu Conor McGregor í aðdraganda bardagans.

Conor McGregor fótbrotnaði í lok 1. lotu í bardaganum gegn Dustin Poirier og gat ekki haldið áfram. Dustin Poirier vildi meina að meiðsli Conor hafi orðið eftir spark frá Conor.

„Það kom sprunga [í sköflungi Conor] eftir að ég checkaði spark í upphafi bardagans. Sköflungurinn brotnaði síðan. Þegar ég benti á hann í upphafi bardagans, þá checkaði ég gott spark. Ég tippa á að þá hafi sprungan myndast. Ég fann eitthvað brotna,“ sagði Dustin Poirier í búrinu eftir bardagann.

Í aðdraganda bardagans talaði Conor um að hann ætlaði að ganga frá Dustin Poirier í bardaganum. Hann blandaði fjölskyldu Poirier líka í umræðuna þegar hann hélt því fram að eiginkona Dustin hefði reynt að setja sig í samband við sig.

„Það eru engar reglur þegar kemur að skítkasti en morð er eitthvað sem ekki á að grínast með. Conor var að segjast ætla að myrða mig og alls konar og að ég myndi fara héðan í líkkistu. Svona talar maður ekki. Ég vona að hann komist heill heim til fjölskyldunnar. Hann er skíthæll. Þið sem eruð að baula, getið kysst rassgatið á mér,“ sagði Poirier á meðan áhorfendur bauluðu.

Poirier hélt áfram á blaðamannafundinum eftir bardagann og vill mæta Conor aftur. „Við munum berjast aftur. Hvort sem það verður í búrinu eða á götunni. Það sem hann sagði var yfir strikið.“

Previous article
Next article
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular