UFC 269 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Hér má sjá úrslit kvöldsins.
Síðasta stóra bardagakvöld ársins fór fram í Las Vegas í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Charles Oliveira og Dustin Poirier um léttvigtartitilinn. Þrátt fyrir að Oliveira hafi verið ríkjandi meistari var Poirier talinn líklegri af veðbönkum.
Bardaginn byrjaði gríðarlega hratt og var fyrsta lota hröð og spennandi. Í 2. lotu náði Oliveira fellu og hélt meistarinn Poirier niðri alla lotuna og lenti nokkrum góðum olnbogum. Snemma í 3. lotu náði Oliveira svo bakinu á Poirier standandi og læsti „rear naked choke“ hengingunni. Poirier reyndi að verjast en þurfti á endanum að tappa út og Oliveira því með sína fyrstu titilvörn.
Ein óvæntustu úrslit ársins áttu sér stað í bardaga Amanda Nunes og Julianna Pena. Nunes byrjaði vel og kýldi Pena niður í 1. lotu. Nunes hélt henni niðri út lotuna og reyndi uppgjafartök milli þess sem hún lenti höggum. Í 2. lotu náði Pena góðum stungum og byrjuðu þær fljótt að skiptast á höggum í búrinu. Báðar voru að lenda en Nunes byrjaði að bakka. Pena náði flottu kasti upp við búrið, örþreytt Nunes gaf á sér bakið og læsti Pena hengingunni. Pena var ekki komin með báða króka inn þegar Nunes tappaði og er Pena því meistari.
Gríðarlega óvænt úrslit enda fáir sem gáfu Pena einhvern séns fyrir bardagann. Pena var óhrædd við að skiptast á höggum við Nunes og var vörnin ekki aðalhlutverki hjá hvorugri. Nunes kvaðst ætla að snúa aftur og laga það sem fór úrskeiðis í kvöld.
Aðalhluti bardagakvöldsins:
Titilbardagi í léttvigt: Charles Oliveira sigraði Dustin Poirier með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:02 í 3. lotu.
Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Julianna Peña sigraði Amanda Nunes með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:26 í 2. lotu.
Veltivigt: Geoff Neal sigraði Santiago Ponzinibbio eftir klofna dómaraákvörðun (28–29, 30–27, 29–28).
Fluguvigt: Kai Kara-France sigraði Cody Garbrandt með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 3:21 í 1. lotu.
Bantamvigt: Sean O’Malley sigraði Raulian Paiva með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:42 í 1. lotu.
Upphitunarbardagar:
Fjaðurvigt: Josh Emmett sigraði Dan Ige eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Dominick Cruz sigraði Pedro Munhoz eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Tai Tuivasa sigraði Augusto Sakai með rothöggi (punches) eftir 26 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Bruno Silva sigraði Jordan Wright með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 1:28 í 1. lotu.
ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:
Millivigt: André Muniz sigraði Eryk Anders með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:13 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Erin Blanchfield sigraði Miranda Maverick eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Ryan Hall sigraði Darrick Minner eftir dómaraákvörðun.
Bantamvigt: Tony Kelley sigraði Randy Costa með tæknilegu rothöggi (elbows) eftir 4:15 í 2. lotu.
Hentivigt (129 pund): Gillian Robertson sigraði Priscila Cachoeira með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:59 í 1. lotu.