spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC 272 úrslit

UFC 272 úrslit

UFC 272 fór fram í nótt þar sem Colby Covington mætti Jorge Masvidal í aðalbardaga kvöldsins. Hér má sjá úrslit kvöldsins.

Colby Covington sigraði Jorge Masvidal eftir dómaraákvörðun. Colby vann allar loturnar hjá tveimur dómurum en sá þriðji gaf Masvidal eina lotu. Eins og við var að búast notaði Colby fellurnar til að stjórna bardaganum og gekk það vel eftir. Masvidal náði þó að vanka Colby í 4. lotu en náði ekki að fylgja því nógu vel eftir. Colby klár sigurvegari og skoraði á Dustin Poirier í viðtalinu eftir bardagann.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Colby Covington sigraði Jorge Masvidal eftir dómaraákvörðun (49–46, 50–44, 50–45).
Hentivigt (160 pund): Rafael dos Anjos sigraði Renato Moicano eftir dómaraákvörðun (49–45, 49–44, 50–44).
Fjaðurvigt: Bryce Mitchell sigraði Edson Barboza eftir dómaraákvörðun (30–25, 30–26, 30–27).
Veltivigt: Kevin Holland sigraði Alex Oliveira með tæknilegu rothöggi (elbows) eftir 38 sekúndur í 2. lotu.
Þungavigt: Sergey Spivak sigraði Greg Hardy með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:16 í 1. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar

Léttvigt: Jalin Turner sigraði Jamie Mullarkey með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 47 sekúndur í 2. lotu.
Strávigt kvenna: Marina Rodriguez sigraði Yan Xiaonan eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Nicolae Negumereanu sigraði Kennedy Nzechukwu eftir klofna dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Maryna Moroz sigraði Mariya Agapova með uppgjafartaki (arm-triangle choke) eftir 3:27 í 2. lotu.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Umar Nurmagomedov sigraði Brian Kelleher með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:15 í 1. lotu.
Fluguvigt: Tim Elliott sigraði Tagir Ulanbekov eftir dómaraákvörðun.
Léttvigt: Ľudovít Kleinsigraði Devonte Smith eftir klofna dómaraákvörðun.
Léttþungavigt: Dustin Jacoby sigraði Michał Oleksiejczuk eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular