Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentUFC að losa sig við 50 bardagamenn?

UFC að losa sig við 50 bardagamenn?

UFC Logo Vector ResourceSú saga gengur nú um netheima að UFC ætli sér að segja upp samningum 50 bardagamanna. Nú þegar hafa sex fengið reisupassann og gætu fleiri fengið sparkið á næstu dögum.

Um 560 bardagamenn eru samningsbundnir UFC í dag. Af þeim sex bardagamönnum sem hafa nú þegar fengið samningi sínum rift á síðustu dögum kemur fátt á óvart. Stærstu nöfnin eru sennilega Marcus Brimage (4-4 í UFC) og Eddie Gordon (1-3 í UFC) en sá síðarnefndi sigraði 19. seríu The Ultimate Fighter. Brimage vann fyrstu þrjá bardaga sína í UFC áður en hann mætti Conor McGregor. Hann tapaði fjórum af síðustu fimm bardögum sínum og kemur þetta því ekki á óvart.

Matt Van Buren (0-2 í UFC), Roger Narvaez (1-2 í UFC), Chris Clements (2-2 (1)) og Christos Giagos (1-2) voru ekki með marga sigra að baki. Þeir bardagamenn sem eiga svipaðan feril að baki í UFC og fyrrgreindir menn hafa eflaust ekki sofið rótt um helgina vitandi af þessum orðrómi.

Það má nánast gera ráð fyrir að Francisco Trevino sé á meðal þeirra sem fær samningi sínum rift á næstu dögum. Hann tapaði fyrir Sage Northcutt fyrr í mánuðinum sem var hans annað tap í röð. Til að bæta gráu ofan á svart náði hann ekki léttvigtartakmarkinu fyrir bardagann, hrinti dómaranum eftir bardagann og féll á lyfjaprófi eftir bardagann. Það er ekkert sérstakt að tapa eftir tæpa mínútu og enn verra ef þú hefur gert fyrrnefnda hluti.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular