0

UFC ætlar að setja Daniel Cormier gegn Jon Jones á UFC 214

UFC stefnir á að setja saman endurat Jon Jones og Daniel Cormier á UFC 214 þann 29. júlí.

Jon Jones afplánar nú eins árs keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi í fyrra. Banninu lýkur í byrjun júlí og á hann að fara beint í titilbardaga gegn Daniel Cormier samkvæmt heimildum MMA Fighting.

Eftir að Daniel Cormier varði léttþungavigtartitil sinn gegn Anthony Johnson á UFC 210 var stóra spurningin hvort Jones eða Jimi Manuwa yrði næsti andstæðingur hans. Miðað við þessar fréttir verður Jon Jones næsti andstæðingur Cormier.

Kapparnir mættust fyrst á UFC 182 þar sem Jones sigraði eftir dómaraákvörðun. UFC hefur nokkrum sinnum sett bardaga þeirra saman en ýmislegt valdið töfum svo sem meiðsli og lyfjapróf. Þeir Jones og Cormier hafa átt að mætast á UFC 178 (Jones meiddist), UFC 182 (bardaginn fór fram), UFC 197 (Cormier meiddist) og UFC 200 (Jones féll á lyfjaprófi). Vonandi getur bardaginn nú farið fram á UFC 214.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply