spot_img
Saturday, November 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Dublin: Parke með öruggan sigur

UFC Dublin: Parke með öruggan sigur

UFC-Fight-Night-620x330Fyrstu tveir bardagarnir á aðal hluta bardagakvöldsins í Dublin voru að klárast. Norman Parke kláraði Kotani í 2. lotu á meðan Pickett gegn McCall olli ákveðnum vonbrigðum.

Norman Parke vs. Naoyuki Kotani

Kotani reyndi nokkrar fellur snemma en Parke náði að verjast vel og náði að mestu bara spörkum í Kotani. Bardaginn fremur rólegur en fyrsta lotan endaði skemmtilega þegar Parke var ofan á og lét olnbogana dynja á Kotani. Í 2. lotu náði Parke flottri fellu og aftur lét hann olnbogana dynja á Kotani. Kotani reyndi að fara í fótalás og náði þannig að standa upp. Parke náði aftur fellu og lét aftur olnbogana rigna á honum. Kotani lá undir og var ekki að reyna að bæta stöðu sína og því stöðvaði dómarann bardagann í 2. lotu eftir 3:41 eftir tæknilegt rothögg. Eftir að dómarinn stöðvaði bardagann hljóp Parke úr búrinu og að áhorfendum en var fljótt dreginn aftur í búrið.

Brad Pickett vs. Ian McCall

Bardaginn byrjaði rólega en þeir tóku sér stutt hlé eftir að McCall fékk hnéspark í klofið. Bardaginn nokkuð jafn þar sem þeir skiptust á höggum en Pickett virtist vera að hafa betur. Í 2. lotu náði McCall tveimur fellum á fyrstu minútunni og náði “mount” stöðu á Pickett sem náði þó að koma sér í “hald guard”. Ekki mikið gerðist í þessum bardaga sem margir voru búnir að spá að yrði besti bardagi kvöldsins. Áhorfendur virtust meira vera að spá í að gera bylgjur og ná mynd af sér með Cathal Pendred sem mætti á svæðið. Ákveðin vonbrigði fyrstu tvær loturnar. Það sama upp á teningnum í 3. lotu en þeir skiptust aðeins meira á höggum en áður og McCall átti nokkur fín spörk. McCall náði fellu þegar um 90 sekúndur voru eftir og kláraði lotuna ofan á. Ian McCall sigraði eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular