spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC ekki enn staðfest bardaga Conor og dos Anjos - Báðir sagðir...

UFC ekki enn staðfest bardaga Conor og dos Anjos – Báðir sagðir vilja meiri pening

conor mcgregor go bigEnn sem komið er hefur UFC ekki staðfest bardaga Conor McGregor og Rafael dos Anjos. Talið er að samningaviðræðurnar strandi á Conor McGregor þar sem hann vill fá betur borgað.

Þessu heldur brasilíski miðillinn Globo fram. Í síðustu viku bárust þær fréttir að Conor McGregor muni fara upp í léttvigt til að skora á meistarann Rafel dos Anjos. Þetta kom fram í öllum stærstu fjölmiðlunum á borð við ESPN og FoxSports sem höfðu að eigin sögn öruggar heimildir.

Beðið var þó eftir formlegri tilkynningu frá UFC og samkvæmt fyrrgreindum heimildum átti að tilkynna bardagann formlega í hálfleik í leik Green Bay Packers og Washington Redskins í NFL deildinni í gær. Ekkert bólaði þó á tilkynningunni og heldur Globo því fram að McGregor hafi ekki enn skrifað undir samninginn þar sem hann vill fá betur borgað fyrir bardagann.

Til stendur að bardaginn fari fram á UFC 197 þann 5. mars í Las Vegas. Holly Holm mun mæta Miesha Tate sama kvöld í sinni fyrstu titilvörn.

„Við höfum ekki fengið 100% staðfestingu frá UFC og erum við enn að bíða eftir því,“ sagði Rafael Cordeiro, yfirþjálfari dos Anjos, í viðtali við Sherdog um bardagann.

Umboðsmaður McGregor, Audi Attar, hefur þó neitað þessum fréttum.

John Kavanagh, yfirþjálfari Conor McGregor sagði þetta á Twitter fyrir skömmu en Owen Roddy, einn af þjálfurum Conor McGregor, var í The MMA Hour fyrr í kvöld.

Það er erfitt að segja hvort brasilíski miðillinn Globo sé að fara með rétt mál eða ekki.

Jeremy Botter hjá Bleacher Report var einn af þeim fyrstu til að greina frá bardaganum. Hann sagði þetta fyrr í kvöld um orðróminn:

Það er ljóst að eitthvað er að tefja staðfestinguna á þessum bardaga en ómögulegt að segja hvort það sé vegna McGregor eða hreinlega Rafael dos Anjos.

Eins og áður segir hefur samningurinn um bardagann ekki enn verið undirritaður og því er bardaginn ekki 100% staðfestur eins og er. Það ætti þó að gerast á næstu dögum og ættu bardagaaðdáendur ekki að örvænta enn sem komið er.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular