spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC er að leita að öðrum andstæðingi fyrir Conor

UFC er að leita að öðrum andstæðingi fyrir Conor

Conor McGregor
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Dana White, forseti UFC, var í viðtölum í gær þar sem hann talaði meðal annars um framhaldið hjá Conor McGregor. White gat ekki sagt til um hvort seinni bardagi Conor McGregor og Nate Diaz muni fara fram.

Í viðtalinu hjá Colin Cowherd var hann ekki bjartsýnn á að bardaginn muni fara fram. UFC hefur verið að leita að nýjum andstæðingi fyrir McGregor eftir erfiðar samningaviðræður við Nate Diaz.

„Þetta er brjálæði. Þetta hefur verið erfitt en við erum að leita að nýjum bardaga fyrir Conor og sjáum hvað setur. En Conor er heltekinn af Diaz bardaga í 170 pundum, þetta er klikkað.“

Dana White var þó örlítið bjartsýnni í SportsCenter. „Þetta er áskorun. Við viljum helst setja upp endurat gegn Nate Diaz. Ég er að reyna ná samkomulagi. Ég veit ekki hvort það tekst en við erum að reyna.“

https://www.youtube.com/watch?v=N5YeiXc7kfg

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular