Dana White, forseti UFC, var í viðtölum í gær þar sem hann talaði meðal annars um framhaldið hjá Conor McGregor. White gat ekki sagt til um hvort seinni bardagi Conor McGregor og Nate Diaz muni fara fram.
Í viðtalinu hjá Colin Cowherd var hann ekki bjartsýnn á að bardaginn muni fara fram. UFC hefur verið að leita að nýjum andstæðingi fyrir McGregor eftir erfiðar samningaviðræður við Nate Diaz.
„Þetta er brjálæði. Þetta hefur verið erfitt en við erum að leita að nýjum bardaga fyrir Conor og sjáum hvað setur. En Conor er heltekinn af Diaz bardaga í 170 pundum, þetta er klikkað.“
Dana White var þó örlítið bjartsýnni í SportsCenter. „Þetta er áskorun. Við viljum helst setja upp endurat gegn Nate Diaz. Ég er að reyna ná samkomulagi. Ég veit ekki hvort það tekst en við erum að reyna.“
https://www.youtube.com/watch?v=N5YeiXc7kfg