spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Fight Night: Lewis vs. Hunt úrslit

UFC Fight Night: Lewis vs. Hunt úrslit

Lítið bardagakvöld fór fram í Auckland á Nýja-Sjálandi í nótt. Þeir Mark Hunt og Derrick Lewis mættust í aðalbardaga kvöldsins en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Bardagarnir fóru fram á sunnudagsmorgni á Nýja-Sjálandi og voru bardagarnir þrælskemmtilegir. Mark Hunt sigraði Derrick Lewis með tæknilegu rothöggi í 4. lotu í aðalbardaga kvöldsins og Hunt því kominn aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Eftir bardagann sagði Lewis að þetta hefði líklega verið sinn síðasti bardagi. Hér má svo sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Þungavigt: Mark Hunt sigraði Derrick Lewis með tæknilegu rothöggi eftir 3:51 í 4. lotu.
Millivigt: Derek Brunson sigraði Dan Kelly með rothöggi eftir 1:16 í 1. lotu.
Léttvigt: Dan Hooker sigraði Ross Pearson með rothöggi eftir 3:02 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Ion Cutelaba sigraði Henrique da Silva með rothöggi eftir 22 sekúndur í 1. lotu.
Fluguvigt: Ben Nguyen sigraði Tim Elliott með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 49 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði Mizuto Hirota eftir dómaraákvörðun.

Fox Sports 1 upphitunarbardagar:

Léttvigt: Vinc Pichel sigraði Damien Brown með rothöggi eftir 3:37 í 1. lotu.
Veltivigt: Luke Jumeau sigraði Dominique Steele eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt: John Moraga sigraði Ashkan Mokhtarian eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Zak Ottow sigraði Kiichi Kunimoto eftir klofna dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Hentivigt (118 pund): JJ Aldrich sigraði Chan-Mi Jeon eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular