Jose Aldo berst sinn fyrsta bardaga í bantamvigt um helgina. Miklar efasemdir eru á kreiki um niðurskurð Aldo en UFC hefur litlar áhyggjur.
Jose Aldo hefur allan sinn feril barist í 145 punda fjaðurvigt. á UFC 245 á laugardaginn á hann að mæta Marlon Moraes í 135 punda (61 kg) bantamvigt. Nokkrar myndir hafa birst af Aldo á síðustu vikum og þykir mörgum hann líta illa út.
Jose Aldo segir þó að niðurskurðurinn gangi vel. Aldo ræddi við fjölmiðla í síðustu viku þar sem hann sagðist vera 69 kg. Hann átti því eftir að losa sig við tæp 8 kg á 9 dögum.
Þegar bardagamenn mæta í bardagavikuna fyrir bardagann eru þeir vigtaðir af UFC. Aldo vigtaði sig inn á þriðjudaginn og hefur UFC engar áhyggjur af niðurskurði Aldo miðað við þyngd hans á þriðjudaginn.
I haven’t gotten a chance to see Jose Aldo myself, but FWIW, hearing UFC had no concerns regarding Aldo’s check-in day weight yesterday. Comfortable with where he is at this point in the process.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) December 11, 2019
Aldo og hans lið segja að niðurskurðurinn gangi samkvæmt áætlun en hafa þó ekki viljað gefa upp hversu þungur hann er þessa dagana og hversu mikið er eftir í niðurskurðinum.
Jose Aldo and his team are very mysterious about his weight cut for Friday. A member of his camp in Las Vegas told me it's going as expected, but won't say how much Aldo has left to cut for his bantamweight debut at UFC 245.
— Guilherme Cruz (@guicruzzz) December 12, 2019
Formleg vigtun fer fram á föstudag kl. 9 á staðartíma í Las Vegas eða kl. 17 á íslenskum tíma og stendur yfir í tvo tíma.