spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC hefur engar áhyggjur af niðurskurði Jose Aldo

UFC hefur engar áhyggjur af niðurskurði Jose Aldo

Jose Aldo berst sinn fyrsta bardaga í bantamvigt um helgina. Miklar efasemdir eru á kreiki um niðurskurð Aldo en UFC hefur litlar áhyggjur.

Jose Aldo hefur allan sinn feril barist í 145 punda fjaðurvigt. á UFC 245 á laugardaginn á hann að mæta Marlon Moraes í 135 punda (61 kg) bantamvigt. Nokkrar myndir hafa birst af Aldo á síðustu vikum og þykir mörgum hann líta illa út.

Jose Aldo segir þó að niðurskurðurinn gangi vel. Aldo ræddi við fjölmiðla í síðustu viku þar sem hann sagðist vera 69 kg. Hann átti því eftir að losa sig við tæp 8 kg á 9 dögum.

Þegar bardagamenn mæta í bardagavikuna fyrir bardagann eru þeir vigtaðir af UFC. Aldo vigtaði sig inn á þriðjudaginn og hefur UFC engar áhyggjur af niðurskurði Aldo miðað við þyngd hans á þriðjudaginn.

Aldo og hans lið segja að niðurskurðurinn gangi samkvæmt áætlun en hafa þó ekki viljað gefa upp hversu þungur hann er þessa dagana og hversu mikið er eftir í niðurskurðinum.

Formleg vigtun fer fram á föstudag kl. 9 á staðartíma í Las Vegas eða kl. 17 á íslenskum tíma og stendur yfir í tvo tíma.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular