Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson voru í viðtali við MMA Viking nýlega þar sem feðgarnir ræddu lögleiðingu MMA á Íslandi. Haraldur segir að stefnt sé að fá UFC hingað á næsta ári.
Að sögn Haraldar hefur UFC lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og halda viðburð. Haraldur sér fyrir sér að bardagakvöldið gæti farið fram fyrir 6.000-12.000 áhorfendur. Allt veltur það þó á því hvort MMA verði lögleitt hér á landi. Verið er að vinna að lögleiðingu MMA á Íslandi og hyggst Guðlaugur Þór, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggja til frumvarp sem miðar að því að leyfa MMA á Íslandi.
Draumurinn er að UFC geti komið hingað á næsta ári og haldið viðburð. Það er þó enn langur vegur framundan til að það gerist en boltinn er farinn af stað. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.