UFC skortir aðalbardaga kvöldsins á UFC 222 í mars eftir að Max Holloway meiddist. Nokkrir möguleikar hafa komið til greina en ekkert hefur verið staðfest.
Upphaflega átti Max Holloway að mæta Frankie Edgar um fjaðurvigtartitilinn en um síðustu helgi þurfti Holloway að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.
Strax heyrðust orðrómar um titilbardaga í bantamvigtinni á milli Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw. Garbrandt var fljótur að byrja að æsast í Dillashaw á Twitter en meistarinn var ekkert á því að berjast með fimm vikna fyrirvara. Benti hann á að hann væri ekkert að æfa núna enda einbeitir hann sér meira af því að hugsa um fimm vikna son sinn. Sjálfur þurfti Dillashaw að bíða í tvö ár eftir sínum titilbardaga og er hann með hugann við fluguvigtarbardaga gegn Demetrious Johnson í sumar.
Spoke to @TJDillashaw. UFC asked him to accept a rematch against Cody Garbrandt to headline 222. Here’s what he had to say about it. pic.twitter.com/esl4dBRYXe
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) February 3, 2018
Þá var talað um að Cody Garbrandt myndi mögulega mæta Frankie Edgar en sá bardagi virðist vera af borðinu. Edgar var hins vegar til í hvað sem er.
I’m down for anyone, any fight, any weight class. Let’s save this fight card! @danawhite @seanshelby @Mickmaynard2
— Frankie Edgar (@FrankieEdgar) February 5, 2018
Núna virðist líklegasti kosturinn vera viðureign Brian Ortega og Edgar. Ortega er ósigraður í sex bardögum og gerir kall til titilsins eftir sigur á Cub Swanson á síðasta ári. Óljóst er hvort einhver bráðabirgðatitill verði í húfi og þá gæti bardagakvöldið endað sem Fight Night kvöld en ekki sem UFC 222 (númerað „pay per view“ kvöld).
Edgar vs Ortega is all but done. The question now is whether it’s the main event or not. If UFC can’t find a title fight to headline 3/3 (and thus far no luck), there’s a good chance they’ll turn the PPV into a Fight Night and have Edgar-Ortega be a 5-rounder. (Cont’d)
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 6, 2018
Doesn’t appear as though Dillashaw-Garbrandt will happen on 3/3. They also tried to book Cyborg-Kunitskaya but that’s not happening either. Canceling the card altogether is also on the table. They tried to book Edgar-Ortega on the Orlando card to beef that up but it’s too soon.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 6, 2018
So, lots still up in the air. Last resort is to cancel the card. They’d rather not turn it into a Fight Night but they’ll have to if they can’t produce a title fight and right now there just aren’t many title fight options for less than a month away. Developing.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) February 6, 2018