Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaBreyting á Bolamótinu: Eiður meiddur og Bjarni Kristjánsson kemur í hans stað...

Breyting á Bolamótinu: Eiður meiddur og Bjarni Kristjánsson kemur í hans stað – þriðja stelpuglíman bætist við

Bolamótið fer fram þann 17. febrúar þar sem níu glímur fara fram. Örlítil breyting hefur verið gerð á glímum kvöldsins vegna meiðsla og þá hefur skemmtileg stelpuglíma bæst við.

Upphaflega átti Eiður Sigurðsson að mæta Halldóri Loga Valssyni í næstsíðustu glímu kvöldsins. Eiður meiddist hins vegar á hné á dögunum og getur ekki keppt. Í hans stað kemur Bjarni Kristjánsson sem er einn af reyndari glímumönnum landsins. Bjarni er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu rétt eins og Halldór Logi.

Þriðja stelpuglíman hefur bæst á kvöldið en hin bandaríska Alex Coleman mætir Karlottu Brynju Baldvinsdóttur á kvöldinu. Coleman er fjólublátt belti í brasilísku jiu-jitsu og gengið vel á sterkum mótum á borð við Pan Ams.

Karlotta Brynja er ein af bestu glímukonum landsins en hún vann opinn flokk kvenna á Íslandsmeistaramótinu í fyrra og hafnaði í 2. sæti í opnum flokki á Mjölnir Open í fyrra.

Það verða því níu glímur á Bolamótinu í ár en miðasala á mótið er hafin á Tix.is hér. Glímukvöldið lítur því svona út sem stendur.

Sighvatur Magnús Helgason vs. Tom Breese
Bjarni Kristjánsson vs. Halldór Logi Valsson
Daði Steinn vs. Bjarki Þór Pálsson
Ómar Yamak vs. Magnús ‘Loki’ Ingvarsson
Karlotta Brynja Baldvinsdóttir vs. Alex Coleman
Inga Birna Ársælsdóttir vs. Dóra Haraldsdóttir
Kristján Helgi Hafliðason vs. Sigurpáll Albertsson
Lilja Rós Guðjónsdóttir vs. Margrét Ýr Sigurjónsdóttir
Helgi Rafn Guðmundsson vs. Jósep Valur Guðlaugsson

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular