0

UFC leitar logandi ljósi að aðalbardaga kvöldsins fyrir UFC 222

UFC skortir aðalbardaga kvöldsins á UFC 222 í mars eftir að Max Holloway meiddist. Nokkrir möguleikar hafa komið til greina en ekkert hefur verið staðfest.

Upphaflega átti Max Holloway að mæta Frankie Edgar um fjaðurvigtartitilinn en um síðustu helgi þurfti Holloway að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Strax heyrðust orðrómar um titilbardaga í bantamvigtinni á milli Cody Garbrandt og T.J. Dillashaw. Garbrandt var fljótur að byrja að æsast í Dillashaw á Twitter en meistarinn var ekkert á því að berjast með fimm vikna fyrirvara. Benti hann á að hann væri ekkert að æfa núna enda einbeitir hann sér meira af því að hugsa um fimm vikna son sinn. Sjálfur þurfti Dillashaw að bíða í tvö ár eftir sínum titilbardaga og er hann með hugann við fluguvigtarbardaga gegn Demetrious Johnson í sumar.

Þá var talað um að Cody Garbrandt myndi mögulega mæta Frankie Edgar en sá bardagi virðist vera af borðinu. Edgar var hins vegar til í hvað sem er.

Núna virðist líklegasti kosturinn vera viðureign Brian Ortega og Edgar. Ortega er ósigraður í sex bardögum og gerir kall til titilsins eftir sigur á Cub Swanson á síðasta ári. Óljóst er hvort einhver bráðabirgðatitill verði í húfi og þá gæti bardagakvöldið endað sem Fight Night kvöld en ekki sem UFC 222 (númerað „pay per view“ kvöld).

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply