spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC London: Lansberg með sigur en tveir bardagar falla niður

UFC London: Lansberg með sigur en tveir bardagar falla niður

ufc london 2017Lina Lansberg vann fyrsta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í London. Áður en bardagar kvöldsins byrjuðu kom óvænt tilkynning frá UFC.

Bardagarnir áttu að byrja kl 17:30 en um það leiti tilkynnti Bruce Buffer að tveir bardaga hefðu fallið niður.  Þriðji bardagi kvöldsins á milli Ian Entwistle og Brett Johns féll niður þar sem Entwistle var sagður óhæfur til að keppa. Entwistle náði ekki þyngd í gær og leit hræðilega út í vigtuninni. Sú tilkynning kom því ekki á óvart.

Tom Breese átti að mæta Oluwale Bamgbose í spennandi bardaga en sá bardagi féll einnig niður. Tom Breese reyndist vera veikur og getur því ekki keppt.

Þær Lina Lansberg og Lucie Pudilova mættust í fyrsta bardaga kvöldsins sem var skemmtilegur. Þær börðust eins og hundur og köttur og var Lansberg illa farin eftir loturnar þrjár. Hún át nokkra olnboga og var annað augað hennar nánast alveg lokað. Lansberg bar samt sigur úr býtum eftir dómaraákvörðun og voru áhorfendur ekki sammála einróma dómaraákvörðuninni og bauluðu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular