spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC með fyrsta viðburðinn á bardagaeyjunni í júlí

UFC með fyrsta viðburðinn á bardagaeyjunni í júlí

Bardagaeyja UFC verður að veruleika 18. júlí. UFC hefur hafið leit að bardögum á eyjunni en ekki er vitað hvar eyjan er.

UFC hefur leigt einkaeyju á ónefndum stað þar sem bardagar fara fram. Hugmyndin er að þar fari bardagar fram hjá bardagamönnum sem geta ekki ferðast til Bandaríkjanna.

Fyrsti bardaginn sem virðist vera staðfestur á kvöldið er viðureign Kelvin Gastelum og Jack Hermansson. Hermansson æfir í Noregi og þarf því að ferðast þaðan til bardagaeyjunnar.

Báðir eru að koma af tapi en Gastelum hefur tapað tveimur bardögum í röð. Gastelum var í einum besta bardaga ársins 2019 þegar hann tapaði fyrir Israel Adesanya og tapaði síðan fyrir Darren Till.

Jack Hermansson var á frábæru skriði þar til hann tapaði fyrir Jared Cannonier í Kaupmannahöfn. Hermansson átti að mæta Chris Weidman í maí en bardaginn féll niður vegna kórónaveirunnar.

Þetta er fyrsti bardaginn sem tilkynntur er á bardagakvöldið á eyjunni þann 18. júlí.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular