spot_img
Sunday, December 1, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC molar: Anthony Johnson fær nýjan andstæðing, Thiago Alves í léttvigt og...

UFC molar: Anthony Johnson fær nýjan andstæðing, Thiago Alves í léttvigt og fleira

UFCAnthonyJohnson
Anthony Johnson.

Þessa dagana snýst allt um Rondu Rousey og UFC 190 en hér eru þó nokkrar fréttir sem gætu hafa farið framhjá bardagaaðdáendum. Anthony Johnson fær óvæntan andstæðing, Arlovski berst ekki um titilinn og Thiago Alves fer í léttvigt.

Þær óvæntu fréttir bárust í gær að Jimi Manuwa myndi mæta Anthony Johnson á UFC 191 þann 5. september. Johnson átti að mæta hinum pólska Jan Blachowicz í fremur ójöfnum bardaga en nú hefur UFC fengið nýjan andstæðing fyrir Johnson. Manuwa sigraði Blachowicz í Póllandi í apríl í döprum bardaga. Eftir bardagann kvaðst Manuwa vera með slitið krossband og innra liðband í hné auk þess sem liðþófinn var rifinn. Miðað við þetta ætti Manuwa ekki að geta barist í minnsta kosti ár en af einhverjum ástæðum getur hann mætt Johnson þann 5. september. Þessi bardagi er talsvert meira spennandi en upphaflegi bardaginn en þetta verður fyrsti bardagi Johnson síðan hann tapaði titilbardaganum gegn Daniel Cormier. Blachowicz fær nýjan andstæðing á UFC 191 en í aðalbardaganum mætast þeir John Dodson og Demetrious Johnson um fluguvigtartitilinn.

Á sama kvöldi mun Andrei Arlovski mæta Frank Mir að öllum líkindum. Margir töldu að Arlovski gæti fengið næsta titilbardaga eftir sigurinn á Travis Browne. Hann mun þess í stað mæta Frank Mir sem hefur (líkt og svo margir í þungavigtinni) gengið í gegnum endurnýjun lífdaga að undanförnu. Það má því reikna með að Stipe Miocic fái næsta titilbardaga í þungavigtinni.

Nokkuð óvænt hefur Thiago Alves ákveðið að færa sig niður í léttvigt. Alves átti eitt sinn í miklum erfiðleikum með að ná veltivigtartakmarkinu og mistókst að ná 170 punda takmarkinu í tvígang. Eftir að hann byrjaði að vinna með næringarfræðingnum Mike Dolce hafa þau vandamál verið úr sögunni. Alves átti við mikil meiðslavandræði að stríða og var frá keppni í tvö ár. Síðan hann snéri aftur árið 2014 virtist hann vera mun léttari og er ákvörðun hans að fara niður í léttvigt ekki svo fráleit í dag.

thiagoalves
Thiago Alves.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular