Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 190

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 190

UFC190-FOXSPORTS-16x9UFC er alveg sama þó Verslunarmannahelgin standi yfir um þessar mundir og fer UFC 190 fram annað kvöld. Þar mætir Ronda Rousey hinni brasilísku Bethe Correia og gamlar goðsagnir snúa aftur.

  • Hversu stuttur verður bardaginn? Allir eru á því að Ronda Rousey eigi auðveldan sigur fyrir höndum gegn Bethe Correia. Síðustu þrír bardagar Rousey hafa klárast á rúmum 90 sekúndum sem er ótrúlegt afrek. Rousey segist ætla að taka sér sinn tíma í að lúskra á Correia og verður áhugavert að sjá hvort að Rousey standi við það.
  • Sjáum við óvæntasta sigur í sögu UFC? Í sannleika sagt reiknar enginn með sigri Correia. Aldrei áður hefur stuðullinn á sigur áskoranda í titilbardaga í UFC verið svo hár. Takist Correia að vinna yrði það óvæntasti sigur í sögu UFC. Svo einfalt er það.
  • Endurtekið efni: Bardagi Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira og Mauricio ‘Shogun’ Rua í Pride var einn sá besti í sögunni. Tíu ár hafa liðið frá því þeir mættust fyrst og þó þeir séu báðir komnir af léttasta skeiði mun bardaginn á morgun án efa verða skemmtilegur. Shogun hefur snúið aftur til gamla þjálfara síns, Rafael Cordeiro, og verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leiks í þetta sinn. Shogun hefur þó tapað fjórum af síðustu fimm bardögum og einfaldlega verður að sigra á morgun.
  • Næsti andstæðingur Gunnars? Þeir Neil Magny og Demian Maia mætast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins. Báðir eru á topp 15 í veltivigtinni og gæti annar hvor þeirra verið næsti andstæðingur Gunnars. Það er góð ástæða til að horfa á bardaga þeirra á morgun.
  • Tvöföld kaffipása hjá dómurum: Tveir þungavigtarbardagar fara fram annað kvöld. Antonio ‘Big Nog’ Nogueira mætir Stefan Struve og Soa Palalei mætir Antonio ‘Bigfoot’ Silva. Samanlagt hafa þessir kappar 41 sigur eftir rothögg og 44 sigra eftir uppgjafartök. Borðdómararnir munu því væntanlega hafa lítið að segja um úrslit þessa bardaga.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 en sjö bardaga aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular